Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 51
Myndir
tala hina fyrirlitnu mállýsku, flámælið. Stjúpinn hermir eftir henni og
hæðist að því hvernig hún talar. Enda reynir hún að segja sem fæst. Hann
spottar líka trú hennar og veitist auðvelt að tala hana í kaf. Móðirin er
hvorki líkamlegur ná andlegur jafnoki stjúpföðurins en samt reynir hún að
„verja krakkann fyrir honum" — með fortölum á daginn, með því að ganga
á milli þegar stjúpfaðirinn „tekur í“ barnið á nóttunni.
Móðirin veit eins og dóttirin að dýrasagan og myndin búa yfir hættulegri
merkingu. I vonlausri tilraun til að hjálpa barninu býður hún dótturinni
sína eigin lausn, söguna af Jesú og Jesúmyndirnar í staðinn fyrir myndina af
dýrunum. Það er fyrsta samtal þeirra mægðna í textanum:
— Þú veist vel þa er ekki að marka þessar mynder, hélt móðirin áfram.
— Víst, sagði telpan. — Víst er að marka myndir.
— Já, kannski jesúmyndir og svoleiðis. Eins og eru í sönnödagaskólanum.
— Og líka myndina af þér og stjúpa.
Móðirin þagnaði. Hvað barninu gat dottið í hug!
— Það er alvörumynd. Og myndin af litla fallega dýrinu er líka alvörumynd.
Og líka af ljóta grimma vonda dýrinu. Það er ekki ganni. (127)
Einangrun telpunnar hefur verið rofin. Hikandi er hún byrjuð að tengja
saman upplýsingar. Merking dýramyndarinnar er önnur mynd — myndin af
móðurinni og stjúpföðurnum. Giftingarmynd? Mynd af fólki sem laðast
hvort að öðru, sameinast, elskast, eignast börn. Mynd af fjölskyldu. Alvöru-
mynd.
Það er eins og telpan vakni af draumi. Hún vill ekki þegjandi leika það
hlutverk sem stjúpinn (og móðirin) ætla henni. Hún vill segja frá, en ekki í
orðum, heldur í mynd. Hún tekur skærin, bjargar litla dýrinu og limlestir
stóra dýrið með augljósu geldingartáknmáli (klippir af það sem stendur út
úr kroppi dýrsins, höfuð og fætur). Betur getur barnið ekki sýnt bælda
árásargirni sína og reiði. Hún hafnar vonum stjúpföðurins, segir „nei“ af
jafnmikilli ástríðu og hann hafnaði beiðni hennar um grið fyrir litla dýrið.
Stjúpfaðirinn sér að hann hefur tapað. Sjálfviljugt kemur litla dýrið aldrei
til stóra dýrsins. Barsmíðar hans — jafnvel morðhótanir skiptu ekki máli:
„Ekki úr því sem komið var.“ (129) Telpan hefur talað. En höfundur hefur
ekki lokið sögu hennar.
Litla telpan veit ekki hvort hún hefur unnið endanlega, hvort dýrið er
sloppið. Þess vegna trítlar lemstrað barnið inn í svefnherbergið, ber mynd-
ina af dýrinu upp í rautt hálfrökkur þess — í bakgrunni er myndin af
móðurinni og stjúpanum, brosandi „sljó og tilgerðarleg út í rautt hálfrökkr-
ið“ (132).
tmm iv
177