Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 52
Tímarit Máls og menningar Myndin af dýrinu rennur inn í hina myndina; þessar tvær myndir, sú af ofsóttu fórnarlambinu og sú af fjölskyldunni, ættu að afneita og útiloka hvor aðra en eru hryllileg forsenda hvor annarrar. Sama myndin. V Börn eru ofurseld foreldrum sínum. I fjölskyldum þar sem foreldrar (oftast feður)10 misnota börn sín (oftast dætur) til að bæta upp óþroskaða og skaddaða sjálfsmynd sína, myndast hræðileg mynstur þar sem vítahringur læsist inn í vítahring. Sá sem misnotar barn sitt er sjálfur einangraður, á bágt með að skilja á milli sín og annarra og hefur óskýra eða brenglaða mynd af veruleikanum og mannlegum samskiptum yfirleitt. Þar á meðal á markalín- unum milli barna og fullorðinna og ábyrgðinni sem fylgir því að vera foreldri. Misnotkuninni á barninu fylgir enn magnaðri sjálfsfyrirlitning, skömm, vitundin um spjöll. Enda er ekkert sem menning okkar bannar af jafnmiklum þunga og þetta. Barnið sem er misnotað líður miklar þjáningar. Ef það er lítið skilur það alls ekki hið flókna leynimakk sem það verður að taka þátt í, það er varnarlaust, getur engu breytt, verður þunglynt og vonlaust. Stærra barn getur ekki bara tekið á móti misnotkuninni — það byrjar að aðlaga sig henni. Misnotkunin á sér aðeins tvær mögulegar skýringar: annaðhvort eru foreldrarnir óréttlátir og ábyrgðarlausir eða barnið sjálft er illt og á skilið þá meðferð sem það fær. Fyrri skýringin má ekki vera rétt af því að barnið er fullkomlega háð foreldrum sínum — ef þau eru ill og óréttlát leysist sjálfsmynd þess upp, allt sem það hefur lært af foreldrunum — og það á heldur engan möguleika á sálarfriði, sátt við foreldra og umhverfi. Það á ekki annars kost en að taka á sig ábyrgð og sök á því sem gerst hefur. Börn réttlæta og verja misgerðir foreldranna eins lengi og þau geta og ef það stendur í þeirra valdi reyna þau að halda fjölskyldunni saman þó að það kosti þau sjálf miklar fórnir. Ef misnotað barn getur ekki meira og kemst á það stig að leysa frá skjóðunni, bregst samfélagið oft við með vantrú og hryllingi. Barnið aðlagar sig strax og dregur játninguna til baka. Það vill helst ekki sundra fjölskyldunni og hefur litla trú á sjálfu sér og rétti sínum hvort eð er.11 Allt þetta hefur verið dregið fram í dagsljósið í rannsóknum á fjölskyld- unni síðustu árin. Það segir sína sögu að einmitt þetta skuli vera eitt síðasta leyniherbergið sem rifið er upp á gátt í húsi fjölskyldunnar. Dýrasaga Ástu Sigurðardóttur er hins vegar bókmenntir — ekki skýrsla, list ekki veruleiki. Við höfum lesið sögu stjúpans sem yfirfærslu þar sem ást og ofbeldi eru eitt og hið sama. Sjálfur skilur stjúpinn ekki hvaðan sagan kemur eða hvað hún þýðir og þess vegna er honum nauðsynlegt að endunaka hana stöðugt. 178
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.