Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 54
Tímarit Máls og menningar grimmd höfundarins sem flúið er undan í textanum? Er telpan fórnarlamb stjúpans — eða höfundarins? Er faðirinn kannski fórnarlamb höfundarins? Hvar er samsömun textans? VI Franski sálgreinandinn Janine Chassaguet Smiergel telur að mest áberandi þátturinn í sálarlífi kvenna sé sektarkennd. I bernskunni flýr stúlkubarnið hina almáttugu, yfirþyrmandi móður (eða réttara sagt hina dulvituðu móður-mynd sína, „imago"). Hún festir ást á föðurnum en til að hann sé verðugur þess að taka við ást hennar verður hann að vera algóður. Stúlku- barnið setur föðurinn á stall og í sálardjúpunum klýfur hún hvatir sínar — árásargjarnari þætti þeirra beinir hún að móðurinni/kyni sínu/sér — til- beiðslunni að föðurnum. Oll menning karlveldisins ýtir undir þessa sál- fræðimótun og örvar hana. Þegar konur kveða sér hljóðs opinberlega, skara fram úr, taka við valdastöðum, gýs oft upp óhemjuleg sektarkennd sem þær vita ekki hvaðan kemur. Ómeðvitað óttast konur að nú vegi þær að hinum upphafna föður, ógni honum, geldi hann, renni saman við hina óttalegu frummóður. Þessi sálfræðimótun kvenna getur hamlað þeim ef þær kjósa að berjast til valda og áhrifa á yfirráðasvæði „föðurins". Samt undirstrikar Chassaguet Smirgel að hinn upphafni faðir er afar mikilvægur konum sem vilja verða skapandi listamenn. Sköpunin hefur samkvæmt henni fallíska skírskotun í dulvitund bæði karla og kvenna og stúlkan sem vill verða skapandi verður að losa sig frá móðurinni og samsama sig föðurnum eða því sem hann er fulltrúi fyrir.13 Ef við tengjum þessar kenningar við það sem áður var sagt um barnið sem er misnotað, má nærri geta að stúlkubarni sem misþyrmt hefur verið af föðurnum veitist erfitt að upphefja hann nema með mikilli sálfræðilegri þvingun. Þó að reiði stúlkunnar sé beint inn á við, gegn henni sjálfri, hljóta tilfinningar hennar til föðurins og fólks yfirleitt að verða afar blendnar. Fyrir Odipusstigið og á því er tilfinningalíf barna blendið og fullt af tvískinnungi, þá geta sterkustu andstæður eins og ást og hatur verið jafn ríkjandi í tilfinningunum til einnar og sömu manneskjunnar. Frumstæð við- brögð gegn svo erfiðu tilfinningalífi er að kljúfa viðkomandi manneskju í tvennt, elska aðra og hata hina. Þráhyggja er annars konar varnarviðbragð við tilfinningalegum tvískinnungi.14 Öll þau mynstur sem hér hefur verið talað um er að finna í frásagnarheimi Astu Sigurðardóttur. Hinn tilfinningalegi tvískinnungur mætir okkur í smásögunni Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns og í elstu sögunni í viðbætinum Frostrigningu. í sögunni Draumnum verður tvískinnungurinn að klofningi; sögumaður horfir á aðra persónu drepa og eyða því sem hún 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.