Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 55
Myndir
hefur skapað; „hin persónan" er hún sjálf.15 I mörgum öðrum sögum Astu
er lýst barnslegum aðalpersónum sem eru í stöðugri undrandi andstöðu við
samfélag hinna fullorðnu, börnum sem vilja vel en verða til ills, eru saklaus
sek. Allar mætast þessar sögur í óhugnaði dýrasögunnar.
VII
Hér hefur verið talað hvað eftir annað um „óhugnað“ og „grimmd“
Dýrasögu. Koma þessi áhrif óhugnaðar til allra þeirra sem lesa söguna — eða
bara til mín? Hef ég kannski búið til nýja sögu? Mína sögu? Minn tilbúna,
geggjaða veruleika, byggðan á lestri margra lærðra bóka eins og Donkíkóti?
„Víst er að marka rnyndir" segir barnið í Dýrasógu. I sögunni eru ekki
bara tvær heldur þrjár myndir sem máli skipta. Þriðja myndin er dúkrista
eftir Ástu Sigurðardóttur. Hún heitir: Stóra grimma ófreskjan var ennþá til.
Myndin sýnir lítið, hvítt dýr vinstra megin á efra myndfleti. Það er á
flótta undan svörtu dýri, sem kemur ofan úr hægra horni myndflatarins. I
forgrunni fyrir miðju er andlit ungrar stúlku (varla barnsandlit). Andlit
stúlkunnar er stærsti flötur myndarinnar.
Það eru augljósar samsvaranir á milli hvíta dýrsins og stúlkuandlitsins.
Drættirnir í augum og nefi þeirra eru þeir sömu, línurnar eru blíðar og
ávalar, aðalflöturinn hvítur. Svarta dýrið er ógnandi, fallostáknmálið í
formum þess áberandi; nefið, hvassar tennur og klær. Svarta dýrið hefur
lagt hramminn ofan á höfuð stúlkunnar og klærnar mynda hárlokka fram á
enni hennar. Hrammurinn, ófreskjan, verður þannig hluti af höfði telpunn-
ar, rennur inn í mynd hennar, heldur henni fastri.
I byggingu og línum myndarinnar er tvískinnungur. Litla dýrið er á flótta
út úr myndinni. Línurnar í hálsi stúlkunnar hallast í átt að hvíta dýrinu en
línurnar í handleggjum hennar hallast í átt að ófreskjunni. I byggingu
181