Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 61
Spegillinn hennar Lídu Sal
hvössum tönnum og svelgdu vatn til að skola niður stórri tuggu af
júkarót.
Guðlaun fyrir matinn, herra faðir minn . . .
Máltíð lauk án þess mörg orð væru sögð, eins og ætíð, mitt í þögn
og handahreyfingum eiginmanns Petrangelu og spurningum hennar:
Hefurðu nú lokið við réttinn? Og síðan bað hún þernuna að bera
fram næsta.
Þegar Felípe litli hafði þakkað föður sínum, krosslagði hann hend-
ur á brjóstið, veik sér til móður sinnar, hneigði höfuðið og endurtók:
Guðlaun fyrir matinn, frú móðir mín . . .
Bundinn var endi á matmálstímann, á þann hátt að herra Felípe
lagðist í hengirúmið, konan settist í ruggustól en Felípe litli á bekk,
líkt og hann sæti enn á hestbaki. Oll sökktu sér niður í hugsanir
sínar. Herra Felípe reykti. Sá yngri þorði ekki að reykja svo faðir
hans sæi; en hann gleypti reykinn með augunum. Petrangela rak fram
snotran fót og ruggaði sér í ruggustólnum.
2.
Kynblendingsstúlkan, hún Lída Sal, var lipur eins og svipuól og
beindi ekki athyglinni að því sem blindinginn Beníto Jójón gerði
heldur að hjali hans við mann nokkurn, Falútero að nafni. Sá var
formaður hátíðarnefndar Heilagrar Maríu ljóðsins. Báðir höfðu lok-
ið snæðingi og bjuggust nú til brottferðar. Þetta ýtti undir það að
Lída Sal lagði eyrað að hjali þeirra. Vaskarnir þar sem óhreinu matar-
ílátin voru þvegin voru nálægt skálahurðinni sem vissi að götunni.
Friðlarnir? Það eru töframenn! sagði blindinginn fálmandi líkt og
hann stryki óþægilegan köngurlóarvef af hrukkóttu andlitinu.
Hvernig fær það staðist sem þér segið: að engir góðir kvenfulltrúar
fáist einmitt núna, af því karlmenn eru öfugsnúnir? Núna er fátt um
giftingar, Falútero minn, en mikið um skírnir; því miður. Lausaleiks-
börn eru mörg og mikið um börn ókvæntra manna.
Hvers óskið þér þá? Eg slæ fram þeirri spurningu svo ég heyri
skoðun yðar á málinu og geti síðan sagt álit yðar öðrum félögum í
bræðralagi hinnar sannheilögu meyjar. Hátíðin er skammt undan!
Og ef engin kona fæst til að annast klæði Friðlanna, þá verður hátíðin
haldin án töframanna líkt og í fyrra.
187