Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 64
Tímarit Máls og menningar stundina er verið að taka af honum eldivið á markaðnum. Og Felípe yngri verður að koma þangað til að sækja hann. 3. Blindinginn hugðist kyssa á höndina á frú Petronílu Angelu en konan dró hana til sín mátulega fljótt svo smellurinn fór út í loftið. Angela var ekkert fyrir fleðulæti og féll því illa við hunda. Munnurinn er til þess gerður að borða með honum, Jójón minn, tala og biðja bæna, en ekki til að bragða á fólki. Komið þér til að hitta karlmennina? Þeir flatmaga sig í hengirúmunum þarna. Réttið mér höndina, ég skal leiða yður svo þér hnjótið ekki. Hví komið þér svona óvænt? Þér vitið eflaust að vagnarnir okkar eru yður ævinlega til reiðu. Hér getið þér verið eins og heima hjá yður. Já, guðlaun, frú mín góð. Þegar ég kem núna án þess að gera boð á undan mér stafar það af því að tíminn er naumur og nauðsyn að fara fram úr áætlun við að undirbúa hátíð hinnar heilögu meyjar. Rétt er það, hátíðin er á næsta leiti og stutt til stefnu — eða hvað? Það er ótrúlegt að ár sé liðið! Undirbúningurinn í ár er hálfu betri en í fyrra, sannið til. Feðgarnir vögguðu sér, hvor í sínu hengirúmi meðan sólin seig til viðar. Herra Felípe reykti tóbak sem ilmaði eins og fíkja, en sonurinn lét sér nægja vegna óttans að horfa á hvernig reykurinn liðaðist burt í ilmandi og volgu loftinu. Petrangela kom til feðganna og leiddi Jójón sér við hönd. Hún tilkynnti komu gestsins þegar hún stóð við hengirúmið. Þetta er ekki heimsókn heldur ónæði, leiðrétti blindinginn. Vinir ónáða aldrei, flýtti herra Felípe sér að segja. Hann rak stuttan fótinn fram úr rúminu og settist upp. Komu ökumennirnir með yður, Jójón? spurði Felípe yngri. Svo var, drengur minn. En þótt ég fengi ferð hingað veit ég' ekki hvernig ég kemst aftur. Eg söðla hest og teymi undir yður, sagði Felípe yngri. Verið óhræddir. Annars gætuð þér dvalið hjá okkur . . . Æ, frú mín góð, ég sæti um kyrrt ef ég væri hlutur; en munur er á mér og þeim. Og þér vitið að hlutir með munn eru ætíð fyrir! 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.