Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 65
Spegillinn hennar Lídu Sal Meðan þessu fór fram tók herra Felípe í grómtekna hönd blind- ingjans og leiddi til sætis sem Felípe yngri hafði sótt. Mig langar að stinga vindli upp í yður, sagði herra Felípe. Biðjið ekki um leyfi, herra; greiði krefst ekki leyfa . . . Og Jójón púaði út í loftið og hélt áfram: Ég kalla þetta ekki heimsókn heldur ónæði. Það er einbert ónæði. Erindið er að athuga hvort Felípe yngri fæst ekki til að vera formaður Friðlanna í ár. Svari hann fyrir sig, sagði herra Felípe Alvísúres og benti Petrang- elu að koma. Og þegar eiginkonan kom lagði hann aðra höndina um ótrúlega svera mittið hennar. Þau hlustuðu bæði áköf á orð blindingj- ans. Eitthvað býr að baki, hraut úr Felípe yngra og hann spýtti frá sér klessu sem glitraði á gólfinu. Venja hans var að spýta ef hann komst í uppnám. Hér eru engin brögð í tafli, skrökvaði Jójón. Nægur tími gefst til rækilegrar íhugunar og rólegrar ákvörðunar. En tíminn er naumur og hátíðin á næstu grösum. Fljótur nú, drengur, því þú verður að máta fötin svo þau fari þér vel. Og það þarf að sauma ermar, axlaskúfa og letrið: Prins Friðlanna. Ég held að hér þurfi enga umhugsun, sagði hin framtakssama Petr- angela. Sonur minn er helgaður Mey ljóðsins og ekki gefst betra tæki- færi til að heiðra hana en þátttaka í aðalhátíð hennar. Það er rétt, tuldraði Felípe yngri. Jæja, læddi móðirin út úr sér í leit að orðum. Hér þarf hvorki um- hugsun né orð. Og hún hélt áfram án þess að geta formað hugsun sína: Þér sjáið, herra, að þér fóruð enga fýluferð. Felípe, reiddu hann nú og efndu loforðið. Mátaðu fötin í þorpinu, svo þau fari vel ef þarf að breyta. Að minnsta kosti axlaskúfa Prinsins, sagði Jójón. Ég kem seinna með fötin. Ég hef ekki fengið þau enn. Sem yður þóknast, samsinnti Felípe yngri. Nú tef ég ekki tímann heldur sæki stilltan hest áður en myrkur skellur á. Hægan, herra flautaþyrill! bað móðir hans. Jójón verður að fá súkkulaðisopann sinn. 191
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.