Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 68
Tímarit Mdls og menningar geðjaðist ekki að því að sonur hans átti að klæðast slíkri sýndar- mennsku. En ef hann hefði snúist öndverður gegn göngunni hefði hann sært trúarkennd Petrangelu. Tilfinningar eiginkonunnar voru afar næmar þessa stundina af því hún var þunguð. Herra Felípe leyndi óánægju sinni með hæðni sem eiginkonu hans þótti vera smekklaus. Sonur minn, ég var svo bálskotinn í henni frú móður þinni, þegar við giftumst að fólk hélt að hún hefði sofið samfleytt í viku í fötum Friðilsins, sem ég klæddist fyrir tuttugu og sjö eða þrjátíu árum . . . Trúðu honum ekki, sonur sæll, faðir þinn fór aldrei í Friðilsklxði\ andmælti konan hrædd og áhyggjufull. Þú hefur þá sofið í fötunum til einskis, hló Alvísúres sem hló sjaldan, ekki sökum þess að hláturinn væri honum leiður, öðru nær, heldur hafði hann sagt eftir hjónavígsluna: „Þegar fólk giftist verður hláturinn eftir á kirkjuþröskuldinum; píslargangan hefst þar . . .“ Það er tóm ímyndun að ég hafi beitt galdri til að eiga þig. Hafir þú leikið Friðil hefur það verið vegna annarrar . . . Annarrar? Sú kona hefur ekki fæðst í mínu landshorni. Og herra Felípe hló dátt og hátt og smitaði Felípe yngra. Hlæðu, strákur, hlæðu. Þú ert enn laus og liðugur. Hlátur og það að galsast eru sérréttindi sveinsins. Þegar þú giftist, eftir að einhver hnáta hefur sofið í Friðilsfötunum sem þú klæðist á hátíðinni, þá er hláturinn kvaddur um aldur og ævi . . . Við giftu mennirnir hlæjum ekki. Við þykjumst hlæja. Það er gjörólíkt . . . Hlátur er eiginleiki hins ókvænta . . . sveinsins . . . Ekki rétt? Því að piparsveinar hlæja ekki heldur. Þeir sýna bara tanngarðinn . . . Sonur minn, hann faðir þinn flækir málin, kvað við í Petrangelu. Ungt fólk galsast hvort sem það er gift eða ógift. Ellin er annað. En hann faðir þinn fæddist fjörgamall. Við eigum ekki sök á því að'hann faðir þinn fæddist gamall . . . Petrangela festi ekki blund um nóttina. Upp í hug hennar skaut nóttunum tveimur þegar hún hafði sofið í raun og veru í fötum Frið- ilsins sem hann herra Felípe Alvísúres bar á hátíðinni fyrir þrjátíu árum. Hún varð að neita þessu í nálægð sonar síns enda eru til leynd- armál sem börn fá ekki að vita. Kannski ekki leyndarmál, heldur einkamál. Það ætlaði aldrei að morgna. Konunni var kalt. Hún vermdi fæturna við ástarunað sængurinnar. Hún kreisti aftur augun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.