Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 68
Tímarit Mdls og menningar
geðjaðist ekki að því að sonur hans átti að klæðast slíkri sýndar-
mennsku. En ef hann hefði snúist öndverður gegn göngunni hefði
hann sært trúarkennd Petrangelu. Tilfinningar eiginkonunnar voru
afar næmar þessa stundina af því hún var þunguð. Herra Felípe
leyndi óánægju sinni með hæðni sem eiginkonu hans þótti vera
smekklaus.
Sonur minn, ég var svo bálskotinn í henni frú móður þinni, þegar
við giftumst að fólk hélt að hún hefði sofið samfleytt í viku í fötum
Friðilsins, sem ég klæddist fyrir tuttugu og sjö eða þrjátíu árum . . .
Trúðu honum ekki, sonur sæll, faðir þinn fór aldrei í Friðilsklxði\
andmælti konan hrædd og áhyggjufull.
Þú hefur þá sofið í fötunum til einskis, hló Alvísúres sem hló
sjaldan, ekki sökum þess að hláturinn væri honum leiður, öðru nær,
heldur hafði hann sagt eftir hjónavígsluna: „Þegar fólk giftist verður
hláturinn eftir á kirkjuþröskuldinum; píslargangan hefst þar . . .“
Það er tóm ímyndun að ég hafi beitt galdri til að eiga þig. Hafir þú
leikið Friðil hefur það verið vegna annarrar . . .
Annarrar? Sú kona hefur ekki fæðst í mínu landshorni.
Og herra Felípe hló dátt og hátt og smitaði Felípe yngra.
Hlæðu, strákur, hlæðu. Þú ert enn laus og liðugur. Hlátur og það
að galsast eru sérréttindi sveinsins. Þegar þú giftist, eftir að einhver
hnáta hefur sofið í Friðilsfötunum sem þú klæðist á hátíðinni, þá er
hláturinn kvaddur um aldur og ævi . . . Við giftu mennirnir hlæjum
ekki. Við þykjumst hlæja. Það er gjörólíkt . . . Hlátur er eiginleiki
hins ókvænta . . . sveinsins . . . Ekki rétt? Því að piparsveinar hlæja
ekki heldur. Þeir sýna bara tanngarðinn . . .
Sonur minn, hann faðir þinn flækir málin, kvað við í Petrangelu.
Ungt fólk galsast hvort sem það er gift eða ógift. Ellin er annað. En
hann faðir þinn fæddist fjörgamall. Við eigum ekki sök á því að'hann
faðir þinn fæddist gamall . . .
Petrangela festi ekki blund um nóttina. Upp í hug hennar skaut
nóttunum tveimur þegar hún hafði sofið í raun og veru í fötum Frið-
ilsins sem hann herra Felípe Alvísúres bar á hátíðinni fyrir þrjátíu
árum. Hún varð að neita þessu í nálægð sonar síns enda eru til leynd-
armál sem börn fá ekki að vita. Kannski ekki leyndarmál, heldur
einkamál. Það ætlaði aldrei að morgna. Konunni var kalt. Hún
vermdi fæturna við ástarunað sængurinnar. Hún kreisti aftur augun.