Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 70
Tímarit Máls og menningar ið, lagði skyrtubrjóstið við vangann og þrýsti fötunum að enninu sem ólgaði af hugsun og hún kyssti klæðin með lágum smellum. Jójón kom eldsnemma í morgunverð. Hann borðaði nægju sína á bak við matráðskonuna sem var sjaldan í matsölunni þessa dagana. Hún barðist við undirbúning hátíðarinnar svo hún gæti gert ókunn- ugum og viðskiptavinum sínum til hæfis þegar hátíðin byrjaði. Illt er að vera snauð, kvartaði stúlkan. Eg á engan spegil til að skoða mig í. Spegill er algert skilyrði, annars gæti galdurinn brugðist, svaraði blindinginn. Hvað er til bragðs að taka? spurði Lída Sal. Að læðast sem þjófur um nótt í hús ríks manns, klædd sem Friðill? Ég er í öngum mínum. Síðan í nótt er ég ráðþrota. Leiðbeinið mér . . . Mér bregst nú bogalistin . . . Göldrum eru einnig takmörk sett . . . Hvað eigið þér við? Eg skil ekki . . . Nú töfrar eru hitt og þetta en eitthvað ákveðið samt. Og í þessu tilviki eru þeir það að búast sem Friðill og skoða allan skrokkinn í spegli. Hvað vitið þér um spegla, blindur maður? Eg er ekki blindur frá fæðingu. Þegar meinsemd át augnalokin var ég orðinn fullorðinn. Síðan gróf meinsemdin sig inn í höfuðið. I húsum ríkra eru til heljarstórir speglar . . . heima hjá Alvísúr- unum . . . Sagt er og haft á orði að hjónin eigi fegursta spegil . . . Nei, þetta er engin slægð . . . Eg gæti gefið þér kannski von með þessu móti. Þess vegna og af engu öðru sagði ég þér frá speglinum. Eg afsaka mig þegar þú ert orðin tengdadóttir þeirra. Sögur herma að daginn sem hún Petrangela giftist hafi hún verið í fötum Friðilsins undir brúðar- kjólnum, af því hún átti engan spegil þegar hún töfraði manninn sinn. Og þegar hún fór úr brúðarskartinu stóð hún ekki nakin: hún var í galdraklæðum svo seiðurinn hrifi . . . Fara þau hjón úr öllum fötum? Já, dóttir mín. Hafið þér verið kvæntur? Já. Og ég gat séð konuna mína enda hafði átan þá ekki enn étið úr mér augun. Var hún í Friðilsfötum} 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.