Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 71
Spegillinn hennar Lídu Sal
Nei, dóttir mín, í Evuklæðum.
Lída Sal tók bollann. Blindinginn hafði lokið við að drekka mjólk-
urblandið. Stúlkan strauk mylsnu af borðinu, von var á ráðskonunni.
Þú verður að finna spegil þótt ég viti ekki hvar, svo þú sjáir líkama
þinn í Friðilsfötunum, sagði blindinginn að lokum.
Hann gleymdi að minna stúlkuna á að innan tíðar yrði hún að skila
fötunum enda liði að hátíðinni og hann yrði að fara með þau til Alvís-
úresfjölskyldunnar.
7.
Nærri lá að tunglskinið gleypti blik stjarnanna. Trén voru dökkgræn,
gripagarðarnir ilmuðu af mjólk og friðsæld. Heyinu hafði verið
hrúgað í sátur á túnunum og var hárgult á lit í birtu hins fulla tungls.
Kvöldið hafði verið hæglátt og hafði herpst saman uns það var bara
skær glampi, einmitt af því himinninn var stjörnubjartur. Lída Sal
starði á skæran glampann, bláan, rauðan, róslitan, grænan og fjólu-
bláan lit kvöldsins. Hún hugsaði um að innan skamms rynni út frest-
urinn til að skila fötunum.
Þú mátt halda fötunum í hæsta lagi til morguns, hafði Jójón
aðvarað hana. Allt glatast ef við skilum þeim ekki á réttum tíma.
Hafðu engar áhyggjur, ég skila fötunum á morgun. I dag skal ég
skoða mig í spegli, sagði Lída Sal.
Dóttir mín, það verður þá í spegli draumanna. Eg kem ekki auga á
annan spegil.
I augum Lídu Sal líktist skær kvöldsólarröndin rifu á fangajakka.
Hún líktist rifu sem hægt er að gægjast gegnum til að horfa á himin-
inn.
Fjárans flugan þín! sagði eigandi matsalarins og reif í hár hennar.
Skammastu þín ekki! Og allur leirinn óþveginn. Sjálf hefurðu verið
öll á iði síðustu dagana en iðjulaus í höndunum.
Kynblendingsstúlkan leyfði matseljunni að toga í hárlokka og
klípa í handleggina á henni án þess hún svaraði. Andartaki síðar
þögnuðu skammir hennar í skyndi. Sem var hálfu verra því að hríð af
ráðleggingum skall á í staðinn.
Hátíðin stendur fyrir dyrum og ungfrúin hefur ekki enn beðið um
ný föt á sig. Þú ættir að kaupa að minnsta kosti kjól fyrir kaupið þitt,
skó og einhverja sokka. Það yrði smán að sjá þig í kirkjunni og
197