Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 73
Spegillinn hennar Lídu Sal sem ráfaði niður stíginn undir tungli, klædd eldklæðum og döggvum slungin? Á báðar hliðar snertu axlir Lídu Sal bráhár furutrjánna; svefnhöfg- ar og ilmandi jurtir vættu hár hennar í angan og þöktu andlitið koss- um frá litlum daggardropum úr brunnum. Áfram, sagði Lída Sai á leið sinni gegnum hinn blóðrauða skóg engiferjurtarinnar sem ölvaði, sem ilmaði. Opnið mér leið! Opnið mér leið! endurtók hún og lagði að baki björg og risastóra steina sem höfðu hrunið af himni ofan. Kannski voru þetta loftsteinar eða björg úr eldfjallsgíg eftir jarðskjálfta, ef steinarnir voru þá jarðneskir. Áfram! Áfram . . . áfram til fossanna . . . Fegurðin komst leiðar sinnar í víðáttu sveitarinnar. Lækir og sprænur voru á sömu leið og Lída Sal — að stóra speglinum. A-ha! A-ha! Spegillinn gleypir ykkur, sagði stúlkan við lækina. En mig hrífur hann ekki í djúpið heldur horfir hann aðeins á mig lostinn skelfingu. Kannski veit það á eitthvað illt ef maður hallast að spegl- inum við tré sem grætur í svefni. Lída Sal leitaði að stað á vatnsbakkanum þar sem hún gæti skoðað allan líkama sinn. Hún sá ekki myndina alla, allan líkamann, ekki nema hún klifraði upp á háu steinana á hinum bakkanum. Blindinginn ætti að sjá mig núna . . . Hvílík fáviska! Hvernig gat blindinginn séð hana? . . . Flónska. Stúlkunni bar að skoða sig frá hvirfli til ilja. Núna stóð hún á grágrýtiskletti og skoðaði sig í vatninu. Var til ákjósanlegri spegill? Lída Sal renndi öðrum fæti fram á brúnina svo hún sæist í klæðunum, klædd glitflísum, perluböndum, skínandi steinum, snúr- um, axlaskúfum og gullböndum. Síðan brá hún hinum fætinum fram, svo hún sæi sig betur. En nú stöðvaðist hún ekki. Líkaminn féll á myndina af sér. Og þegar líkaminn og myndin mættust hættu þau að vera til. En Lídu Sal skaut aftur upp á yfirborðið. Hún reyndi að bjarga sér . . . Hendur . . . Loftbólur . . . Drukknun . . . Lída Sal var orðin aftur að kynblendingsstúlku sem reyndi að krafsa í það sem hún getur ekki náð . . . í bakkann . . . Bakkinn var nú það sem hún náði aldrei í. . . 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.