Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 73
Spegillinn hennar Lídu Sal
sem ráfaði niður stíginn undir tungli, klædd eldklæðum og döggvum
slungin?
Á báðar hliðar snertu axlir Lídu Sal bráhár furutrjánna; svefnhöfg-
ar og ilmandi jurtir vættu hár hennar í angan og þöktu andlitið koss-
um frá litlum daggardropum úr brunnum.
Áfram, sagði Lída Sai á leið sinni gegnum hinn blóðrauða skóg
engiferjurtarinnar sem ölvaði, sem ilmaði.
Opnið mér leið! Opnið mér leið! endurtók hún og lagði að baki
björg og risastóra steina sem höfðu hrunið af himni ofan. Kannski
voru þetta loftsteinar eða björg úr eldfjallsgíg eftir jarðskjálfta, ef
steinarnir voru þá jarðneskir.
Áfram! Áfram . . . áfram til fossanna . . .
Fegurðin komst leiðar sinnar í víðáttu sveitarinnar. Lækir og
sprænur voru á sömu leið og Lída Sal — að stóra speglinum.
A-ha! A-ha! Spegillinn gleypir ykkur, sagði stúlkan við lækina. En
mig hrífur hann ekki í djúpið heldur horfir hann aðeins á mig lostinn
skelfingu. Kannski veit það á eitthvað illt ef maður hallast að spegl-
inum við tré sem grætur í svefni.
Lída Sal leitaði að stað á vatnsbakkanum þar sem hún gæti skoðað
allan líkama sinn. Hún sá ekki myndina alla, allan líkamann, ekki
nema hún klifraði upp á háu steinana á hinum bakkanum.
Blindinginn ætti að sjá mig núna . . . Hvílík fáviska! Hvernig gat
blindinginn séð hana? . . . Flónska. Stúlkunni bar að skoða sig frá
hvirfli til ilja.
Núna stóð hún á grágrýtiskletti og skoðaði sig í vatninu.
Var til ákjósanlegri spegill?
Lída Sal renndi öðrum fæti fram á brúnina svo hún sæist í
klæðunum, klædd glitflísum, perluböndum, skínandi steinum, snúr-
um, axlaskúfum og gullböndum. Síðan brá hún hinum fætinum fram,
svo hún sæi sig betur. En nú stöðvaðist hún ekki. Líkaminn féll á
myndina af sér. Og þegar líkaminn og myndin mættust hættu þau að
vera til.
En Lídu Sal skaut aftur upp á yfirborðið. Hún reyndi að bjarga
sér . . . Hendur . . . Loftbólur . . . Drukknun . . . Lída Sal var orðin
aftur að kynblendingsstúlku sem reyndi að krafsa í það sem hún
getur ekki náð . . . í bakkann . . . Bakkinn var nú það sem hún náði
aldrei í. . .
199