Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 75
Þrjú gögn um upphaf Félags byltingarsinnaðra rithöfunda, 1933 . Félag byltingarsinnaðra rithöfunda mun vera fyrsta rithöfundafélag íslenskt. Það var stofnað að frumkvæði Kristins E. Andréssonar, og voru stofnfélagar tólf, en lengstum voru fimmtán manns í félaginu. Félagið starfaði í réttan áratug, og ól af sér bókaútgáfuna Heimskringlu 1934, ársritið Rauða penna 1935 — 8 og loks bók- menntafélagið Mál og menningu 1937. Kristinn E. Andrésson rekur nokkuð sögu þessa félags í bók sinni: Enginn er eyland (MM 1971, einkum á bls. 33—41, 117—140, 327—339). Hann tekur m. a. upp úr fundargerðabók félagsins (sem ég hefi enn ekki getað haft upp á, og yrði þakklátur vísbendingum um): „Þriðjudaginn 3. okt. 1933 héldu nokkrir menn fund á „Hótel Borg“, þar sem rætt var um stofnun félags ungra róttækra manna, er fengjust við ritstörf. A fundinum voru mættir átta karlmenn og tvær stúlkur. Kristinn E. Andrés- son gerði grein fyrir nauðsyn á stofnun slíks félagsskapar og benti meðal annars á stofnun slíkra félaga erlendis. Eftir að það var svo samþ. að stofna slíkt félag lagði Kristinn fram stutta greinargerð fyrir tilgangi og starfs- eða stefnuskrá félagsins. [. . .] Síðan urðu nokkrar umræður um nafn á félaginu og var því að lokum frestað til næsta fundar." Þessi „Starfs- eða stefnuskrá“ hefur nú komið í leitirnar úr fórum Halldóru B. Björnsson. Hún er hér birt, enda ónákvæmlega prentuð í bók Kristins (bls. 38 — 9. Hér eru skáletruð þau orð sem þar vantar). En í handritum hans sjálfs fannst ræða, sem bersýnilega er haldin við stofnun félagsins, á fyrrnefndum fundi, á framhalds- stofnfundi, sem var viku síðar eða skömmu eftir hann. Altént kemur ofangreind lýsing fundargerðar ekki vel heim við ræðuna. En hún varpar skæru ljósi á stefnumörkun félagsins framanaf, svo að hún kemur þar mun betur fram en í bók Kristins. Reyndar þreyttist stefnan síðar, einkum á árinu 1936 til að nálgast ríkjandi menningarhefðir (sbr. Eyland, bls. 139 o. áfr.). Nú mætti spyrja hvort ræða frumkvöðulsins hafi endilega ráðið stefnu félagsins. Of langt mál yrði að fara út í það hér, en margt bendir til að svo hafi verið, a. m. k. í meginatriðum.1 Eitthvað kann þó að hafa verið skiptar skoðanir, um hvað teldist gjörlegt. Til þess bendir skrítin frásögn hjá Kristni (bls. 36—7): A undirbúningsstofnfundinum var nefnd falið að semja félaginu lög, en Halldór [Stefánsson] fullyrðir að á sjálfum stofnfundinum heima hjá sér hafi að tillögu hans verið samþykkt að setja félaginu engin lög og gerður að góður rómur, enda er þau hvergi að finna nema í lauslegu uppkasti sem ég á. 201
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.