Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 75
Þrjú gögn
um upphaf Félags byltingarsinnaðra rithöfunda, 1933 .
Félag byltingarsinnaðra rithöfunda mun vera fyrsta rithöfundafélag íslenskt. Það var
stofnað að frumkvæði Kristins E. Andréssonar, og voru stofnfélagar tólf, en
lengstum voru fimmtán manns í félaginu. Félagið starfaði í réttan áratug, og ól af sér
bókaútgáfuna Heimskringlu 1934, ársritið Rauða penna 1935 — 8 og loks bók-
menntafélagið Mál og menningu 1937.
Kristinn E. Andrésson rekur nokkuð sögu þessa félags í bók sinni: Enginn er
eyland (MM 1971, einkum á bls. 33—41, 117—140, 327—339). Hann tekur m. a. upp
úr fundargerðabók félagsins (sem ég hefi enn ekki getað haft upp á, og yrði
þakklátur vísbendingum um):
„Þriðjudaginn 3. okt. 1933 héldu nokkrir menn fund á „Hótel Borg“, þar
sem rætt var um stofnun félags ungra róttækra manna, er fengjust við ritstörf.
A fundinum voru mættir átta karlmenn og tvær stúlkur. Kristinn E. Andrés-
son gerði grein fyrir nauðsyn á stofnun slíks félagsskapar og benti meðal
annars á stofnun slíkra félaga erlendis. Eftir að það var svo samþ. að stofna
slíkt félag lagði Kristinn fram stutta greinargerð fyrir tilgangi og starfs- eða
stefnuskrá félagsins. [. . .] Síðan urðu nokkrar umræður um nafn á félaginu og
var því að lokum frestað til næsta fundar."
Þessi „Starfs- eða stefnuskrá“ hefur nú komið í leitirnar úr fórum Halldóru B.
Björnsson. Hún er hér birt, enda ónákvæmlega prentuð í bók Kristins (bls. 38 — 9.
Hér eru skáletruð þau orð sem þar vantar). En í handritum hans sjálfs fannst ræða,
sem bersýnilega er haldin við stofnun félagsins, á fyrrnefndum fundi, á framhalds-
stofnfundi, sem var viku síðar eða skömmu eftir hann. Altént kemur ofangreind
lýsing fundargerðar ekki vel heim við ræðuna. En hún varpar skæru ljósi á
stefnumörkun félagsins framanaf, svo að hún kemur þar mun betur fram en í bók
Kristins. Reyndar þreyttist stefnan síðar, einkum á árinu 1936 til að nálgast ríkjandi
menningarhefðir (sbr. Eyland, bls. 139 o. áfr.).
Nú mætti spyrja hvort ræða frumkvöðulsins hafi endilega ráðið stefnu félagsins.
Of langt mál yrði að fara út í það hér, en margt bendir til að svo hafi verið, a. m. k. í
meginatriðum.1 Eitthvað kann þó að hafa verið skiptar skoðanir, um hvað teldist
gjörlegt. Til þess bendir skrítin frásögn hjá Kristni (bls. 36—7):
A undirbúningsstofnfundinum var nefnd falið að semja félaginu lög, en
Halldór [Stefánsson] fullyrðir að á sjálfum stofnfundinum heima hjá sér hafi
að tillögu hans verið samþykkt að setja félaginu engin lög og gerður að góður
rómur, enda er þau hvergi að finna nema í lauslegu uppkasti sem ég á.
201