Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 80
Tímarit Máls og menningar laust að fletta grímu hlutleysisins af skáldunum og sýna, hvað undir henni býr. Þau verða að heimta, að tekin séu verkefni nútímans og framtíðarinnar og hvergi hörfað frá. Mjög útbreitt fyrirbrigði er það hjá nýtísku borgaraskáldunum að reifa svo mál sitt, að enginn botni upp né niður í því, hvað þau eru að fara. Ljóðskáldin okkar mörg bulla hreint og beint, í svipuðum stíl og prestar í stólnum. Skáldskapurinn er aðeins orða- og rímglamur, en hver hugsunin rís öndverð gegn annarri í sama kvæðinu. Það ægir saman byltingarsinnuð- um stóryrðum og friðarboðskap og útkoman er núll í þoku. Móti þessari bullstefnu í skáldskapnum verður félag okkar að berjast og heimta skýra hugsun og mál. Allt er þetta grein á sama trénu, borgaraskapnum, er flýr málefnin og ábyrgðina, ruglar svo lesendurna, að þeir vita ekki, hvar þeir hafa skáldið. En auðvaldinu er þetta mjög kærkomið, og þessi skáld vinna því þægt verk, þar sem þau heimska menn og leiða athygli manna frá leið byltingarinnar út úr öngþveiti auðvaldsins. Skylda okkar hér í félagi bylting- arsinnaðra rithöfunda hlýtur að vera að draga skýra línu, hver sé skáld verkalýðshreyfingarinnar og hver ekki. Og við þurfum í því efni að sjá í gegn um hverja blekking. Og við hljótum að komast að raun um, að skáldin með yfirskin verklýðsvelvildarinnar og smáborgaraskapinn í hjarta, eru hættulegustu fjandmennirnir, því að áhrif þeirra eru víðtækust hjá þeim hluta verkalýðsins, sem hneigist orðið til róttækrar stefnu. Hlutverk okkar er t. d. að fletta ofan af Davíð Stefánssyni. I stað boðskaparins um hlutleysi skáldanna verðum við að koma inn skilningnum á þeirri nauðsyn, að skáld- in séu baráttumenn, gerist ákveðnir liðsmenn byltingarinnar á sviði skáld- skaparins. En þegar við förum að leita að þeim mönnum meðal nútímaskáldanna, þá er fylkingin þunnskipuð. Við getum ekki talið Þorberg í þeirra hóp, Kiljan hefir ennþá ekki lagst með fullum þunga á þá sveif, en það verður að vera eitt af hlutverkum okkar að sveigja Kiljan til ákveðinnar byltingarsinnaðrar baráttu, m. k. beita áhrifum okkar til þess. Sigurður Einarsson hefir ort og ritað byltingarsinnað, en honum er þar mjög lítið að treysta. Hann er einn af þeim, er tekið hefir upp merki frjálslyndisins og berst gegn auðvaldinu aðallega á þeim grundvelli. Það er mjög vafasamt, hvað langt hann g^ngur með okkur, og hann getur meira segja orðið mjög hættulegur, sökum víxlgengis síns. Eg vil draga skarpa línu milli hans og Jóhannesar úr Kötlum. Jóhannes er einlægur, vill byltinguna og hlustar á byltingaröldu verkalýðs- ins, fylgir henni eftir. Kvæðið móti fasismanum, þar sem hins vegar er bent á leið Sovétríkjanna er fullkomlega byltingarsinnað og í anda þessa félags.5 En Jóhannes á sennilega ennþá eftir að skilja, hvar hættan er mest hjá okkur, í samneyti við hinn sósíaldemokratiska anda og fastheldninni við kreddu 206
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.