Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 80
Tímarit Máls og menningar
laust að fletta grímu hlutleysisins af skáldunum og sýna, hvað undir henni
býr. Þau verða að heimta, að tekin séu verkefni nútímans og framtíðarinnar
og hvergi hörfað frá.
Mjög útbreitt fyrirbrigði er það hjá nýtísku borgaraskáldunum að reifa
svo mál sitt, að enginn botni upp né niður í því, hvað þau eru að fara.
Ljóðskáldin okkar mörg bulla hreint og beint, í svipuðum stíl og prestar í
stólnum. Skáldskapurinn er aðeins orða- og rímglamur, en hver hugsunin
rís öndverð gegn annarri í sama kvæðinu. Það ægir saman byltingarsinnuð-
um stóryrðum og friðarboðskap og útkoman er núll í þoku. Móti þessari
bullstefnu í skáldskapnum verður félag okkar að berjast og heimta skýra
hugsun og mál. Allt er þetta grein á sama trénu, borgaraskapnum, er flýr
málefnin og ábyrgðina, ruglar svo lesendurna, að þeir vita ekki, hvar þeir
hafa skáldið. En auðvaldinu er þetta mjög kærkomið, og þessi skáld vinna
því þægt verk, þar sem þau heimska menn og leiða athygli manna frá leið
byltingarinnar út úr öngþveiti auðvaldsins. Skylda okkar hér í félagi bylting-
arsinnaðra rithöfunda hlýtur að vera að draga skýra línu, hver sé skáld
verkalýðshreyfingarinnar og hver ekki. Og við þurfum í því efni að sjá í
gegn um hverja blekking. Og við hljótum að komast að raun um, að skáldin
með yfirskin verklýðsvelvildarinnar og smáborgaraskapinn í hjarta, eru
hættulegustu fjandmennirnir, því að áhrif þeirra eru víðtækust hjá þeim
hluta verkalýðsins, sem hneigist orðið til róttækrar stefnu. Hlutverk okkar
er t. d. að fletta ofan af Davíð Stefánssyni. I stað boðskaparins um hlutleysi
skáldanna verðum við að koma inn skilningnum á þeirri nauðsyn, að skáld-
in séu baráttumenn, gerist ákveðnir liðsmenn byltingarinnar á sviði skáld-
skaparins.
En þegar við förum að leita að þeim mönnum meðal nútímaskáldanna, þá
er fylkingin þunnskipuð. Við getum ekki talið Þorberg í þeirra hóp, Kiljan
hefir ennþá ekki lagst með fullum þunga á þá sveif, en það verður að vera
eitt af hlutverkum okkar að sveigja Kiljan til ákveðinnar byltingarsinnaðrar
baráttu, m. k. beita áhrifum okkar til þess. Sigurður Einarsson hefir ort og
ritað byltingarsinnað, en honum er þar mjög lítið að treysta. Hann er einn af
þeim, er tekið hefir upp merki frjálslyndisins og berst gegn auðvaldinu
aðallega á þeim grundvelli. Það er mjög vafasamt, hvað langt hann g^ngur
með okkur, og hann getur meira segja orðið mjög hættulegur, sökum
víxlgengis síns. Eg vil draga skarpa línu milli hans og Jóhannesar úr Kötlum.
Jóhannes er einlægur, vill byltinguna og hlustar á byltingaröldu verkalýðs-
ins, fylgir henni eftir. Kvæðið móti fasismanum, þar sem hins vegar er bent
á leið Sovétríkjanna er fullkomlega byltingarsinnað og í anda þessa félags.5
En Jóhannes á sennilega ennþá eftir að skilja, hvar hættan er mest hjá okkur,
í samneyti við hinn sósíaldemokratiska anda og fastheldninni við kreddu
206