Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 81
Þrjú gögn skáldlegs frjálsræðis. Þá er eftir Halldór Stefánsson og Sigurður Gröndal. Halldóri eigum við að geta treyst til að yrkja fullkomlega byltingarsinnað og verðum að gera kröfu til hans að taka þegar upp baráttustefnuna. Sigurður Gröndal er ennþá allhvikull, en hann hefir ort sögu, sem að efni og viðhorfi er alveg í anda byltingarinnar. Krafan til hans er sú, að hann festi sig við þá stefnu og sjái hlutverk sitt þar.6 Þessi skáld eiga að geta unnið mikið gagn í verklýðsbaráttunni, og m. a. gegn um þetta félag greitt götu þeirra, sem síðar verða hinir hreinræktuðu liðsmenn byltingarinnar. Og við verðum að gera okkur fullljóst, að mesta rækt verðum við að leggja við þau skáldin, sem á næstunni vaxa upp í stéttabaráttunni, það verða hin skapandi verklýðsskáld, þau, er grundvöllinn verða að leggja undir verklýðsbók- menntirnar. Við getum í þessu efni gert okkur allmiklar vonir um Stein Steinarr, sem jafnframt því að yrkja tekur virkan þátt í stéttabaráttunni, eða Arna Guðlaugsson, er semur leikþætti út frá daglegri baráttu verkalýðsins og er í náinni snertingu við baráttuhræringar hans. Hér er ekki um það að ræða, að menn hafi gefið út bækur og hlotið borgaralega viðurkenningu. Hér er að ræða um aðstöðu manna og aðferðir. Við verðum að treysta á þá, sem ennþá eru ekki komnir fram, götu þeirra verðum við fyrst og fremst að greiða. Og það er ekki vandi að sjá, hvernig þróunin verður framvegis. Það verður erfiðara og erfiðara að halda hlutleysisgrímunni. Nokkur hluti borgaraskáldanna verður að fara að sýna hið rétta innræti sitt, fara að taka upp meira og meira af hugmyndum fasismans, önnur verða áfram látin villa þjóðinni sýn með alþýðusmjaðri, átthagadýrkun, dulspeki, spiritisma, frið- arflutningi, trúræknisboðskap o. s. frv. Hins vegar vex fylking hins byltingarsinnaða verkalýðs og skapar verklýðsskáld og dregur nokkur borgaraskáldin með sér. I þessari þróun á félag byltingarsinnaðra rithöfunda mikið hlutverk að vinna, og fyrsta verkefnið er eins og hér hefir verið bent á að gera sér þess skýra grein hverir eru í raun og veru liðsmenn byltingar og hverir eru hættulegustu fjandmennirnir, svo að ádeila okkar á borgaraskáld- in verði ekki tóm vindhögg. Annar höfuðþáttur í hlutverki byltingarsinnaðra rithöfunda er hin skap- andi starfsemi í þágu byltingarinnar, þ. e. hið jákvæða, uppbyggjandi starf. Þar er mest undir því komið, að við eignumst hina skapandi krafta og kunnum að draga þá til okkar, og í öðru lagi, að við beitum hinum réttu aðferðum í starfi okkar.7 Takmarkið er að skapa okkur þann grundvöll, að við náum til lesendanna og það vald, að skoðanir okkar verði ráðandi. Það er verklýðsbaráttan sjálf, sem skáldin verður að skapa, en hlutverk okkar er að ná til þeirra, hafa eflandi áhrif á þroska þeirra og kveðja þeim hljóðs.8 Við verðum strax að framkvæma það stefnuskráratriði okkar að 207
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.