Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 83
Þrjú gögn
ekki lengur hljóðs með almennri ádeilu á auðvald eða kirkju, heldur með
einbeittri ádeilu á þá mynd auðvaldsins, sem ennþá nýtur einhvers átrúnað-
ar manna. Það er ekki vafi á því, að mikill hluti verkalýðsins heimtar rót-
tækar aðgerðir, heimtar hlutina nefnda réttum nöfnum, heimtar skýrt mál,
ákveðna afstöðu. Það er því skoðun mín, að á engan hátt verði betur náð til
lesenda en með ófeimnum, byltingarsinnuðum skáldskap, svo að ástæðu-
laust sé fyrir skáldin í félagi okkar að dylja byltingarhug sinn fyrir lesend-
unum í verklýðsstétt. Vilji þeir hinsvegar ná viðurkenning borgaranna,
dugar ekki heldur nein hálfvelgja, því að borgararnir heimta orðið líka
róttæka stefnu á sinn hátt, fasismann. En þeir lesendur, sem byltingar-
skáldin þurfa að tala til, eru ekki borgararnir, heldur verkamennirnir. Því
legg eg eindregið til, að farin sé leið ákveðinnar byltingarstefnu,10 en menn
mega ekki misskilja þetta þannig, að skáldskapurinn eigi að verða byltingar-
prédikun. Langt frá því, það heyrir aðferðinni til að halda baráttuandanum
og láta verkið jafnframt njóta sín sem listaverks.
Örn Ólafsson bjó til prentunar
Skýringar
1 Eg rek þessa sögu nánar í doktorsriti mínu um bókmenntahreyfingu Rattðra
penna, sem vonandi birtist innan tíðar á íslensku. Eg þakka Þóru Elfu Björnsson
fyrir að veita mér aðgang að skjölum Halldóru Beinteinsdóttur móður hennar.
Ræða Kristins er skrifuð með bleki, á tíu blöðum tölusettum, í handritum hans á
Landsbókasafni (enn er ekki komið handritanúmer á þau). Þetta er greinilega
frumrit, með nokkrum útstrikunum á hálfnuðum setningum til að breyta orðalagi.
Sjálfsagt þótti því að lagfæra stafavillur og samræma stafsetningu umyrðalaust, eins
og höfundur hefði gert, ef hann hefði látið prenta. Orðmyndir eiga hinsvegar að
halda sér. Efst á fyrstu bls. er skrifað með blýanti: 1933.
2 Kristinn rekur eftir fundargerðabókinni í Enginn er eyland, bls. 37—8: „Þetta var
síðan borið fram til samþykktar og var fyrsta grein samþykkt breytingarlaust, 2. gr.
með þeirri breytingu að í stað „róttæka skáldskaparstefnu" kæmi „sósíalistíska
skáldskaparstefnu". A 3. og 4. gr. var skipt um röð, þannig að grein 4 var gerð 3 og
öfugt. Var 3. gr. síðan breytt þannig: að vinna að menningarlegu byltingarstarfi
verkalýðsins. 4. gr. samþ. breytingalaust." 7. grein vísar til Alþjóðasambands
byltingarsinnaðra rithöfunda, sem stofnað var í Kharkoff 1930.
3 Þetta orð var haft um stétt efnaðra bænda í Sovétríkjunum, og háð hörð barátta
gegn þeim allt frá 1929, einnig gegn „hugsunarhætti kulakka".
4 Yfirstrikað: En öll starfsemi skáldanna hefir fram að þessu verið óskipulögð og
hvert hefir farið mest eftir því, hvar áheyrnar var að vænta.
5 „Brúna höndin" eftir Jóhannes birtist fyrst í Rétti 1933. Umrædd verk Sigurðar
Einarssonar eru kvæðabókin Hamar og sigð, 1930, og greinar svo sem „Um listir" í
Iðunni, sama ár.
6 Neðst á þessu blaði er skrifað með blýanti: Trúin á uppfræðslu. Smásaga Sigurðar
TMM VI
209