Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 84
Tímarit Mdls og menningar Gröndal, sem Kristinn er að tala um, mun vera „Krepptir hnefar“, sem birtist í bók hans: Bárujárn 1932, sbr. Einar Olgeirsson i Rétti það ár, bls. 109—110. 7 hinum yfirstrikað. 8 Yfirstrikað: Við þurfum jafnan að vera á verði að ná til okkar öllum skáldum úr verklýðsstétt. 9 Þetta var gert, og sögurnar fluttar á aðalfundi félagsins, 6. mars 1934 (sjá Enginn er eyland eftir Kristin E. Andrésson, bls. 39—40). Ein þeirra mun vera „Hinn mikli segull" eftir Halldór Stefánsson, sem birtist fyrst í Rétti 1934, en síðan í bók hans Sögur og smáleikrit 1950. 10 Yfirstrikað: í hugmyndinni. Til samanburðar við stefnurasðu Kristins hér á undan, er rétt að minna á nokkur atriði í stefnu Félags öreigaskálda, sem varð ríkjandi í sovésku bókmenntalífi í lok 3. áratugarins. Nafn félagsins helgast af því, að rétt eins og undanfari þess, samtökin Öreigamenning (Próletkúlt), sem stofnuð voru í Sovétríkjunum uppúr byltingunni í október 1917, vænti það þess, að þá þegar muni öreigastéttin skapa sér sérstaka list, eðlisólíka borgaralegri list, svo sem sérstök borgaraleg list hafi greinst frá lénskri list, áður en borgarastéttin tók völdin. Þetta muni og gerast fyrir byltingu utan Sovétríkj- anna, í byltingarbaráttu. En Lenín og Trotskí, m. a. kenndu að borgaraleg menning myndi áfram ríkja, löngu eftir sósíalíska byltingu. Gegn þeirri stefnu snerist svo Sovétstjórnin 1928, og lýsti því yfir að Félag öreigaskálda væri skáldum til fyrir- myndar. I stefnuskrá þess sagði 1923, að öreigabókmenntir eigi að móta sál og vitund lesenda, einkum öreiga, í átt að lokamarkmiðum öreigastéttarinnar. 1925 segir ný stefnuskrá þess, að öreigabókmenntir hafi að efnivið samtímaraunveruleikann, sem öreigastéttin skapi sjálf, einnig byltingarrómantík lífs hennar, baráttu í fortíð og sigurvinninga í framtíð. Vitaskuld geti sá einn verið öreigaskáld, sem taki virkan þátt í samfélagslífinu, í sameiginlegri baráttu, og í uppbyggingu framvarðar öreiganna. Innihaldið skipti miklu fremur máli en formið, en þó skuli stefnt að einfaldleika, breiðum málverkum og heildarmynd, sem þróist dýnamískt í verkinu. — Þessi stefnuskrá gengur svo alveg aftur í skilgreiningu sósíalrealisma á stofnþingi Rithöf- undasambands Sovétríkjanna, 1934, jafnvel með orðalagslíkingum. í annan stað verður að nefna, að frá þessu ári, 1928, og fram á mitt ár 1934 fylgdi forysta Alþjóðasambands kommúnista þeirri stefnu, að fyrst og fremst skyldi barist gegn sósíaldemókrötum, því þeir væru höfuðandstæðingur byltingaraflanna. Margir voru reknir úr Kommúnistaflokki Islands fyrir að standa gegn þessari stefnu, einkum fyrri hluta ársins 1934. En svo gerbreytti Alþjóðasamband kommúnista um stefnu, og boðaði samfylkingu með krötum og raunar hverjum sem vera skyldi — gegn fasisma. Ö.Ó. 210
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.