Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 87
Minnissnifsi Þessi maður segir stundum alveg sömu orðin þannig að í eitt skipti bera þau viðurkenningu, annað skipti nístandi háð. Líkt og orðið ka í máli búskmanna við jaðar Kalaharíeyðimerkurinnar í þúsund metra hæð yfir hafi, það er í Afríku. I hárri tóntegund þýðir það að éta, í millitón að svifta, en ef röddin er djúp sem segir þetta orð ka þá þýðir það að streyma fram einsog uppspretta. Þannig kann enginn maður einsog þessi maður að nota orðin margvíslega einsog hann gerir í bókum sínum, að gjörnýta möguleika hinna smæstu orða: eitt lítið ha getur haft hinar fjölbreytilegustu merkingar, eftir því hvar það stendur, af því sem er í kringum það, það getur verið lykilorðið á hábungu sögubyggingarinnar. En í samkvæmi þá er hægt að tala til þess eins að fá að heyra, hlusta. Já ég sá Rundetárn um fermingu, segir hann. Það skoða náttúrlega allir Rundetárn um fermingu. Ef menn sjá ekki Rundetárn um fermingu þá sjá þeir náttúrlega aldrei Rundetárn. En Guggenheim- safnið, í því er gat niður úr í miðjunni, þar sem ásinn gengur í gegnum Rundetárn að neðan og upp úr og gangurinn er utan um hann. I Guggenheim, þar er bara gat. Og myndirnar hanga á svona meterslöngum stálarmi sem teygist út úr veggnum. Einsog hand- leggur sem skákar því að manni. Neðst eru íhaldsmennirnir sem þeim finnst Picasso vera núna. Og Braque. Þessir kallar. En ofantil er þetta nýja sem núna er aðalatriðið. De Kooning. Hann er ekki til á neinum pappírum. Það er eini maðurinn í heiminum sem ekki er hægt að sanna að sé til. Hann hvarf einhverntíma úr Hollandi fyrir mörgum áratugum og síðan hefur ekki spurzt til þessa De Kooning. En svo er maðurinn sem hefur verið þrjátíu ár í Ameríku án þess að hafa nokkra pappíra . . . . nú er þetta heimsfrægur málari. En það er ekki hægt að sanna að hann sé til á neinum pappírum. Ef hann ferðast eitthvað þá fær hann bara smámiða í vasann. Og Soulages. Hann gerir svo breið strik með penslinum. Löng og breið, alltaf sami styrkleikinn í þeim. Nú er hann á toppnum. Fólk sem þekkir ekki list og vondir listamenn segja: þetta geta allir gert, það er ekki mikill vandi. Jæja, sögðu þeir í safninu: OK. Og settu upp verðlaunasam- keppni. Gjörið svo vel. Málið þið þá einsog Soulages. En þeir geta það ekki. Það verða bara klessur og skellur. Svo hann er þá ennþá sjampíon? 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.