Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 91
Um strammaskáldskap Málfríðar því listir elskaði hún umfram önnur menningarfyrirbæri. Allt hennar líf snerist um list. Var hún vel að sér í öllu er menningu, fagurfræði, bók- menntir og alla heimslist snerti. Þegar Málfríður fór fyrstu ferð sína til Kaupmannahafnar um 1920 kenndi hún sjúkdóms þess, sem síðar átti eftir að kvelja hana um áraraðir, berklanna. „Þessi dauðans kyrrstæða líktist ákaflega löngum og breiðum flóa, þar sem eiturgufur stíga upp í loftið, en svartir hrægammar úr Neðra svífandi yfir í leit að sálum til að hrekkja þær.“ (Sst. 272) Um 1930 fór Mál- fríður fyrstu ferðina „til að bjarga lífinu“ til Kaupmannahafnar og dvaldi á Ljóslækningastofnun Finsens. Læknum hér heima gekk erfiðlega að hemja sjúkdóminn, og hún segir: Fyrir bragðið komst ég burt tvívegis og til þess lands þar sem sólskin er heitara en á Islandi, og þar tók ég upp nýstárlegan skáldskap, strammaskáld- skapinn, fyrir atbeina góðrar konu, og munaði þó minnstu að maður hennar hefði betur og tækist að spana mig út í að fara að skrifa langar bækur. Strammaskáldskapurinn varð mér holl og fögur íþrótt, og það var tilætlunin að ég legði niður í hana alla eymd og slor sem á mannslífi getur mætt, en hvort það hefur tekist verða þær frúr, sem eiga því láni að fagna að eiga þessa gripi, að dæma um, svo og gestir þeirra, sem fá að gleðja augun við þessi meistara- verk á meðan þeir standa við. Þar kom að strammaskáldskapurinn fullnægði mér ekki og fór ég aftur að skrifa — skrifa. (Sst. 298) Hér á Málfríður við Jón prófessor Helgason og konu hans, og verður vikið nánar að þeim seinna. Hvað heilsunni viðvíkur kom hún smátt og smátt og minnist undirrituð þess að einhvern tíma undir 1960, sagði Málfríður heima í stofu hjá sér: „Nú er ekkert að mér, nema að mig vantar eina tönn.“ Hún segist hafa verið ung þegar sú hugmynd fór að brjótast í henni að skrifa bækur, þó ekki væri nema eitt lítið ljóð á blaðsnepli. Enga konu íslenska segist hún hafa vitað sem slíkt hefði reynt, nema Torfhildi Hólm. Hún komst að því að Selma Lagerlöf hefði ekki gengið annan menntaveg en í kennaraskóla, þess vegna sýndist henni ráðlegt að ganga í Kennaraskólann í Reykjavík til að búa sig undir ritstörfin. „Og ekki gafst ég upp við þessa hörmung, heldur drakk ég þann kaleik í botn.“ (Sst. 291) Hún las og las og skrifaði og þýddi úr ýmsum tungumálum. Ekkert birtist þó opinberlega og um hríð lagði hún skriftir að mestu á hilluna, „mér fannst óþarft að hafa pappír og blek að millilið . . . en réttara að þær [hugsanirnar] færu beina leið út í bláinn. Hugsanir hef ég margar sem 217 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.