Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 99
Um strammaskáldskap Málfríðar
Málfríður Einarsdóttir var listakona máls og mynda. Málið á þó sterkari
ítök í henni og verður hennar minnst sem frumlegs rithöfundar fyrst og
fremst. Ritstörf voru hennar stóra mál, hinu hélt hún aldrei á lofti, leit meira
á það sem lífsfyllingu inn á milli. Fleiri rithöfundar hafa farið eins að og
nægir að nefna Heinesen hinn færeyska.
En hún þráði myndir í tilveruna og hún þráði að skapa myndir. Hefði
hún málað myndir sínar, hefði hún trúlega fengið mun meiri athygli. A
krosssauminn hefur jú ekki verið litið sem list, — krosssaumur er kerlinga-
kúnst. Mjög stutt er síðan farið var að viðurkenna vefnað sem list. Aðeins
olíumálverk og höggmyndir voru viðurkennd list, keramík, vefnaður og
þess háttar var í hæsta lagi listiðnaður.
Hvers vegna hún valdi sér strammann til að skálda í, í stað lérefts og lita,
er ósvarað. Ef til vill var það af hógværð og af virðingu fyrir myndlistinni að
hún faldi sig á bak við hefðbundna handavinnu, í stað þess að fara inn á
yfirráðasvæði meistaranna, til þess þótti henni hún óverðug.
Hún var (næstum) of menntuð og of gagnrýnin á list, til að geta kallast
alþýðulistakona. En hvar sem list hennar lendir, verður Málfríður Einars-
dóttir listaverk í sjálfri sér, með persónuleika sinn tengdan, fléttaðan og
samofinn listinni.
H eimildir
Þessi grein er samin upp úr ritgerð sem skrifuð var í listasögu við Háskóla Islands
1984.
Björn Th. Björnsson: Aldateikn. Rvk 1973.
Málfríður Einarsdóttir: Samastaður í tilverunni. Rvk 1977.
Úr Sálarkimunni. Rvk 1978.
Viðtölin birtust í Þjóðviljanum 9. —10. jan. 1982, Vikunni 7. tbl. 1982 og Vísi 11. des.
1977.
Púðar voru fengnir að láni hjá Þorsteini Guðjónssyni og Steingerði Þorsteinsdóttur í
Kópavogi.
TMM VII
225