Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 104
Tímarit Máls og menningar dvergunum. Ef einn okkar hrasaði og slinkurinn yrði til þess að eitraða eplið hrykki uppúr afa — og hann myndi banka í kistulokið og beiðast útgöngu. Eftir á að hyggja er ég ekki viss um að við hefðum hleypt honum út — þar með hefði dagurinn verið endanlega fyrir bí og erfisdrykkjan orðið á fölskum forsendum. En við hrösuð- um ekki og afi beiddist ekki útgöngu, hann lá sem fastast í sinni kistu og við nálguðumst kirkjugarðinn hægt og sígandi. Presturinn beið eftir að sýna okkur hvar við ættum að láta frá okkur kis'tuna og segja okkur að öðru leyti hvernig athöfnin yrði og hvernig okkar hlutverk væru. Einsog góðum leikstjóra sæmdi. En hann varð hissa á að við skyldum ekki koma með kistuna í bíl og spurði um líkbílinn. Hann valt, sagði stúlkan áður en við hinir gátum opnað munn. Ha? sagði presturinn og var ekki gáfulegur. Við reyndum að útskýra hvað komið hafði fyrir, en það gekk brösótt. Þegar presturinn fór að gera sér nokkra heildarmynd af atvikinu varð honum fyrst að spyrja um Guðmund, sem mér skildist að væri líkbílstjórinn. Ég sagði að Guðmundur hefði farið oní bæ. Og presturinn kinkaði kolli ánþess að spyrja nánar útí það. Fór að segja okkur hvað við ættum að gera þegar að athöfninni kæmi, gaf okkur stikkorð fyrir innkomu, stillti okkur upp við kistuna og exit með kistuna að gröfinni og láta á þartil gerða búkka, köðlum smeygt í höldin og látið síga. Nákvæmt handrit. Presturinn virtist hafa gleymt því að nokkuð óvenjulegt hefði gerst. Hann var gamall, búinn að þjóna sókninni í rúm þrjátíu ár, hafði skírt mig og fermt — einu sinni lá við að hann gifti mig líka. Og hann hafði skalla. Þegar við komum útúr kirkjunni sáum við að þeir voru að draga flakið af líkbílnum uppá veginn. Aldraðan ford sem hafði þjónað álíka lengi og presturinn. Nú var bíllinn ákaflega hjárænulegur, skakkur og skáldaður, kistuhúsið brotið og allar rúður. Líkt og slasað gamalmenni. Líkbílstjórinn á þönum í kring og var eflaust að reyna að gleyma sorg augnabliksins með því að hafa yfirstjórn með höndum. Virtist hinsvegar ekki vita á hverju hann ætti að hafa stjórn. Stúlkan með vasadiskóið stóð álengdar og fylgdist með einsog sjón- varpsmyndavél. 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.