Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 127
En er þá Hannes, á sínum „efri árum“, sáttur við sig með öllu? Því er nokkuð vandsvarað eftir lestur síðara bindisins. Það sem kann að koma jafnvel góðvinum hans á óvart er það, að nú virðist helzt sem honum hafi fundizt viðskipti sín og skáldgyðjunnar hafa ver- ið nokkuð galliblandin. Honum verður ekki skáldskapurinn mikil hugfró, og engin bölvabót, síður en svo; honum finnst hann bregðast sér til áróðurs þeg- ar því er að skipta ; oftar en einu sinni skírskotar hann til yrkinga sinna sem áráttu einnar og jafnvel geðbilunar. Ef þetta er vottur lítillætis, þá finnst mér H.S. skjóta yfir markið, og líklega er óhætt að segja að hann sé a. m. k. ekki ofþakklátur guði sínum fyrir gáfuna. En það er hans mál. Það sem Hannes færist í fang með greinargerð fyrir tilurð Ijóða sinna er í raun meira en nokkru skáldi er ætlandi. Eg efa það ekki, að hann gengur heiðar- lega til verks, er miskunnarlaus við sjálf- an sig eins og fyrri daginn og útkoman alltaf athyglisverð svo langt sem hún nær. En ég leyfi mér að taka væntan- legum fræðingum vara fyrir því að álíta, að í orðum Hannesar sé öll saga sögð í þessu samhengi, því hún verður aldrei sögð til fulls. Og því síður á skilgreining hans eða játningar við um önnur skáld, enda gerir hann enga tilraun til að ýja að slíku. Sú tilhneiging, sem enn gætir nokkuð, að setja öll svonefnd atómskáld undir einn hatt, er vægast sagt mjög hæpin og getur ekki réttlætzt af öðru en að menn noti þá skilgreiningu sér til hægðarauka og með stórum fyrirvara. Það hattar nefnilega hvergi fyrir í þróun íslenzkrar Ijóðagerðar; og mörg atóm- skáld hafa ort undir hefðbundnum hátt- um, ýmist áður eða jafnframt; eru jafn- vel að því enn þann dag í dag. A sama Umsagnir um bakur hátt hafa sum önnur og hefðbundnari skáld farið að gera síðbornar tilraunir með atómkveðskap. Allt er það gott og blessað. En hvað svo sem menn vilja segja um formið eitt út af fyrir sig, þá er líklega óhætt að fullyrða það nú, að tilkoma atómkveðskaparins hafi gert eitt gagn svo að um munar: kippt íslenzkri ljóðagerð upp úr algerri stöðnun og beinlínis neytt alvarlega þenkjandi fólk til að fara að hugsa — um ljóðið sem ljóð. Hér er ekki staður né stund til að ræða það frekar, þótt vert væri. Bráðum verða líka allar slíkar áhyggjur frá skáld- unum teknar. Þá fara þau að geta setzt við skrifborðin sín með stórum skjót- virkari árangri en Hannes forðum og ýtt á takka — í bókstaflegri merkingu: Menn mata þá blessaða tölvuna sína þeim hugmyndum og orðaflaumi sem andinn innblæs þeim; síðan er hrist vel upp í öllu saman, og þegar ýtt hefur verið á takkann (helzt þó fleiri en einn) stekkur fram hið fullkomna ljóð ljóða. Loksins. Fengurinn við þetta bindi ævisögu Hannesar er einnig sá, sem við hið fyrra, hverja lýsingu hann gefur á samtíð sinni, svo mönnum sem málefnum. Frásögn hans af fyrstu dögum Samtaka hernáms- andstæðinga verður síðarmeir talin nota- drjúgur skerfur til samtímasögunnar,' svo dæmi sé tekið. Og þá ekki síður sú mynd sem hann dregur upp af ýmsum samferðamönnum sínum, skáldum sem öðrum; eins og fyrri daginn er það sterk hlið Hannesar að lýsa mönnum, það gerir hann yfirleitt mjög vel, hvort sem hann eyðir á þá löngu máli eða stuttu. Fyrst mun koma í hug margra lýsing hans á Steini Steinarr. Ætli Steini hafi nokkurntíma verið betur lýst en Hannes gerir í þessari bók? Eg efast um, að nokkur eigi eftir að gera það síðar. (Hér 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.