Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 128
Tímarit Máls og menningar vil ég þó koma með það innskot, að H.S. var búinn að kynnast Steini hér heima, áður en vegir þeirra lágu saman í Stokkh. — H. var meðal þeirra sem kynnti mig fyrir S. á ofanverðum stríðs- árunum; á Hressingarskálanum.) — Ekki er síður um vert að lesa lýsingu Hannesar á þeim snilldarmanni Magnúsi Asgeirssyni; og það litla sem sagt er af þeim ólíku mönnum Jóni úr Vör, Tryggva Svörfuði, Geir Kristjánssyni, Kjartani Ólafssyni og Kristjáni Bender, svo dæmi séu tekin, er allt á sömu bók- ina lært: Lýsingarnar og frásagnirnar af þessum mönnum eru að mínu viti eins og bezt verður á kosið. Að ógleymdum þeim manninum sem er hvað mest þjóð- sagnapersóna allra: Ragnari í Smára. Mikið er stórkostlegt að einhver skuli hafa fært í letur hina hliðina á þeim manni, þá sem vissi að skáldum sem „gleymdust“, jafnvel handritum sem „týndust"; höfðu kannski hrapað upp- fyrir miðstöðvarofn í forlaginu eða verið lánuð út í bæ (þótt H.S. láti ógert að segja frá þessu síðarnefnda). Lýsingin á afskiptum Ragnars af jarðarför Steins er eins og atriði úr absúrd kvikmynd. Þessi bók spannar yfir rúm þrjátíu ár. Ekki er skrítið þótt kunnugum lesanda þyki eitthvað vanta til frekari fyllingar; stöku sinnum fannst mér það, en þó ekki varðandi neitt sem skipti ýkja- miklu. Sem dæmi um smáatriði vil ég þó nefna, að á bls. 205 minnist hann á ís- lenzka skáldsögu sem hann segist hafa snarað „á norskt bókmál til að áuðvelda Ivari Eskeland að snúa henni áfram á nýnorsku". Ekki hefði verið ónýtt að vita hvaða bók þetta var; kannski Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur? Og enn persónulegri spurning: Hvað varð um barnið hans, sem sagt er frá í fyrra bindinu? Það sem gert hefur Hannesi kleift að skrifa endurminningar sínar með slíkri hlutlægri sýn yfir sjálfan sig og aðra er fyrst og fremst það, að hann hefur um langt skeið verið blessunarlega fjarri lág- kúru íslenzks samfélags; og sömuleiðis að hann hefur átt að félaga góða eigin- konu. Fjarvist hans hefur að sumu leyti gert hann útlaga, líkt og Stephan G. eða Jón Helgason. En það skiptir ekki máli út frá sjónarmiði skáldskapar. Hitt finnst mér óhugsandi, að hann hefði skrifað sambærilegt ritverk, ef hann hefði verið bundinn við skerið eða verið á sama flækingnum sem forðum. Svo er með öllu óþarft að skrifa um hann í eftirmælastíl, þótt við liggi að hann geri það stundum sjálfur. Hann er ekki nema maður rúmlega sextugur; Matti Joch. myndi hafa sagt, að sálin í honum væri „rétt vöknuð“. Og ekki má gleyma því, að Hamsun samdi sína beztu bók þrjátíu árum eftir að hann hafði náð þeim virðulega aldri . . . Það má einmitt teljast dæmigert fyrir visst jafnvægi efri ára að geta sett saman ritverk af því tagi sem Hannes hefur nú afrekað, og óþarfi væri fyrir hann eða aðra að halda, að þarméð sé honum öll- um lokið. Elías Mar STRÍÐ OG SÖNGUR Af ýmsum þjóðfélags- og menmngar- legum ástæðum eru viðtalsbækur nú vinsælli í sölu en aðrar bækur og hefur auðfenginn gróði af þeirra völdum freistað margra forleggjara. Flóð viðtals- bóka hefur riðið yfir íslenskan bóka- markað, en því miður hafa fæstar af þeim bókum skilið nokkuð eftir sig — 254
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.