Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 131
muni aðrir umskapa hann á þann hátt í ímynduninni, að hann verði virkur og lifandi þáttur í ímyndunar- afli þeirra. Skáldskapur býður upp á möguleika sem ekki er fyrir hendi í öðrum samskiptum manna, til dæmis myndar lesandi tengsl við höfundinn í gegnum bók, tengsl sem væru óhugsandi í veruleikanum. Flestum okkar finnst skáldskapurinn nauð- synlegur til að fylla upp í mynd okk- ar af veröldinni. Og mætti jafnvel segja að leikur ímyndunaraflsins hjálpi okkur til að lifa, skapi líf okkar og komi á jafnvægi. Það er að sama skapi fengur að heyra Thor Vilhjálmsson segja frá leið sinni til skáldskapar og glímu við uppruna sinn, enda frásögnin lipur og einlægni höf- undar ósvikin. Skemmtilegar mannlífs- myndir setja svip sinn á frásögn hans, sem og kunn tilþrif í máli og lýsingum atvika. Thor lýsir baráttu sinni við rit- hefðina og því að ná tökum á þeim skáldskaparstíl sem hann cr þekktur fyrir. Um hann segir m. a.: I skáldskapnum hef ég ekki aðeins tínt saman það sem mér hefur áskotnast á vegferðinni heldur reynt að skapa samræmi á milli sundur- leitra hugmynda og skynjana. Reynslan sem þú aflar þér umbreyt- ist og verður ný í sjálfum þér. Og þeir sem eitthvað þekkja til ís- lenskrar menningarsögu eftir stríð vita að Thor Vilhjálmsson hefur sannarlega staðið við eftirfarandi orð sín: Þó verður maður alltaf að vera reiðu- búinn að rísa gegn þeim öflum sem ógna lífinu og listinni. Þráast við og reyna af öllum mætti. Eg lít á það sem heilaga skyldu að berjast gegn Umsagnir um bœkur dauðanum og fyrir lífinu. Þó svo ég viti að eitt sinn skal hver deyja. Síðastur viðmælenda er Þorsteinn frá Hamri. Hann er, ásamt Indriða, sveita- maðurinn í hópnum og hryggjarstykki viðtalsins við hann eru minningar úr sveit bernskunnar; samanburður á lífinu í sveit og borg; fortíð og nútíð. Fyrstu skáldaárin í Reykjavík eru líka tekin fyrir og allt er þetta mótað af kjarnmiklu tungutaki Þorsteins og skáldlegu næmi hans á menn og aðstæður þeirra. Eins og hinir höfundarnir segir Þorsteinn margt skarplegt um skáldskapinn: Ég held að það sé brýnast að vera persónuleika sínum trúr í skáldskap og öðrum listgreinum. Einlægnin skilar sér. Tískuhreyfingar og stefnur gera ákaflega lítið fyrir mann ef hjart- að er ekki með í leiknum . . . Stund- um er sagt að skáld sem hverfur inn í eigin heim hafi gefist upp. En hefur tilfinningaleg reynsla okkar ekki al- mennt gildi, þótt hún snerti ekki pólitískt dægurþras? Víst er brýnt að fylgjast með því sem gerist í heimin- um, helst öllu auðvitað, og allt er þess virði að vera tekið fyrir í skáld- skap ... En hvað sem á gengur, erum við einstaklingar með innri heim hugans, söknuð og hrifningu og reiði. Eg vona að við verndum áfram mennskuna sem hefur okkur yfir skepnuna. Ég vona að við rækt- um áfram tilfinningu okkar og það sem upprunalegt er í okkur. Ég vona að við sinnum áfram tungumálinu sem tengir okkur saman. Matthías Viðar Sæmundsson hefur vandað vel til verks og skilað bók sem birtir lífsskilning og viðhorf sex ís- lenskra rithöfunda á einlægan og ferskan TMMIX 257
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.