Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar
líkt og hann óski
að geta þó sagt um síðir:
Enn er hjarta hér og slær.
(16)
Snilld þessa kvæðis felst umfram allt í
hverfipunkti þess, setningunni „Samt er
guð ekki glaður." Hver er þessi guð?
spyr lesandi.
Þótt ég hafi sagt að þessi bók sé sund-
urleit er augljóst hvernig kvæðum um
svipuð yrkisefni, kvæðum sem varpa
ljósi hvert á annað, er oft raðað saman.
Sem dæmi um þetta mætti nefna kvæðin
I hafsauga, Hugsað til Galdra-Lofts,
Afturgánga og Draumar. Hér sem víðar
er Þorsteini tíminn hugleikinn, tíminn
og kyrrstaðan. I opnu um miðja bók
standa saman tvö bókmenntaleg kvæði,
eins og nöfnin bera vitni um, Kvæði og
Bók. Bæði eru þau snilldarvel gerð,
meðal dæmanna um áhrifamikla notkun
ríms og stuðla. I fyrra kvæðinu yrkir
Þorsteinn um kvæði sem rísa eins og
veggir og minna hann á brúarsmíð föður
hans við gilið, og ályktarorðin beinast
að eigin kveðskap: „Strábrýr veikar eru
ljóð mín og dagar.“ Kvæðið Bók fjallar
um togstreitu tilfinningaólgu og hlé-
drægni, ef leyfilegt er að orða mikið og
viðkvæmt efni svo flatneskjulega, og
lokaorðin, dálítið hryssingsleg en þó
hlýleg, tryggja að skilist er við hið dula
skáld án allrar tilfinningasemi, sem er
auðvitað eitur í þess beinum. Afbragðs
kvæði:
Þú flettir skrifuðum blöðum — bók.
Og vart mun þér til frambúðar fært,
sértu lífs, að látast dauður!
Er hart að játa að hér sé allt
sem hugðistu dylja, á blóði nært?
Hér brauzt það fram meðan byrgðir
þú
hvern glugga og smugu . . .
Gamli sauður.
(31)
Andi þessa kvæðis, eins og margra
fleiri í Nýjum ljóðum, er að mér finnst
að þrátt fyrir allt sé lífið gott og þjáning
þess uppspretta sælu, þótt sælan sé
aldrei varanlegt ástand. Þetta lífsviðhorf
kemur skýrt fram í síðasta kvæði bókar-
innar frumortu, og sjálfsagt ekki fyrir
tilviljun. Þar lofsyngur skáldið fögnuð
andartaksins og lýkur ljóðinu með eins
konar bæn:
Hollvættir,
ljóstið mig sprotum yðar
að ég megni að afbera
heimsmynd hamskiptanna —
una við andartaksins vængjaða fögnuð,
lifa.
(Óþol, 57)
I Viðauka birtir Þorsteinn nokkur
kvæði þýdd úr ensku eftir Edgar Allan
Poe, William Wordswonh og Robert
Frost. Vitaskuld bregst honum ekki hag-
mælskan og kvæðin hljóma vel, þótt ég
sjái ekki tilganginn í að vera að þýða
Hrafninn upp né geti hrifist af rímsöngli
kvæðisins Inga Ló. Eftirminnilegastar
þessara þýðinga verða mér Til — eftir
Poe og Regnboginn eftir Wordsworth,
hvort aðeins ein vísa. Þar nýtur form-
snilld frumskálda og þýðanda sín vel.
Vésteinn Ólason.
260