Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Side 64
Tímarit Máls og menningar aldrei neitt. /. . . / Eg er alltaf litla barnið í hennar augum, hvað ætli hún sé að tala við svona peð! — Þú verður bara að segja henni að þú viljir vera með í öllu. Hefurðu sagt henni það? — Eins og það þýði eitthvað. Maður á heldur ekki að þurfa að veiða allt upp úr henni. Hún talar bara við Lása. Mér er alltaf haldið fyrir utan allt. (bls. 160) Fullorðna fólkið siglir sinn sjó, börnin dingla aftan í og fá engu ráðið hvorki um hraða né stefnu. Það er ekki fyrr en þau hafa sjálf sannað hvað í þeim býr að farið er að taka þau gild, — með fyrirvara. I síðustu bókinni brýst Elías loks út úr einangraðri veröld barnsins og sannar getu sína með hamar og skrúfjárn. Hann krefst þess að verða tekinn gildur í fjölskyldunni/samfé- laginu, honum er ekki hjálpað til þess, því síður að hann fái hvatningu. Mjög algengt hefur verið í barna og unglingabókum að leiða söguhetjur til þroska í öðru umhverfi en þeirra eigin. T. d. er vinsælt að söguhetjir fari í sveit, á sjó, í ferðalag o. s. frv. og komi heim reynslu og þroska ríkari, tilbúnar til að takast á við erfiðari verkefni en áður og búnar að fá staðfestingu á hvað í þeim býr. Engar slíkar „patent“ lausnir er að finna í bókum Andrésar. Unglingarnir fá viðurkenningu á tilvist sinni af eigin rammleik, — í ástarsambandi, eins og Elías Þór. Astin kemur sem uppbót og örvun, staðfesting á að hann sé einhvers virði. Eða í klíkunni eins og gerist með Jón Agnar Pétursson í Bara stœlar (1985). Jón Agnar er mesta veimiltíta, öruggur með sig, linur og huglaus. Hann er nýfluttur til Reykja- víkur frá Eyjum og hefur verið utanveltu í skólanum. Þegar hann tekur á sig rögg og sýnir dálítið hressilega stæla rennur hann inn í aðalklíkuna og hlýtur viðurkenningu allra krakkanna. Með viljann og kjarkinn að vopni kemst hann það sem hann ætlar sér því eins og hann segir sjálfur í niðurlagi sögunnar: „Það er það eina sem gildir í þessum heimi. Að vera góður með sig!“ (bls. 170) Þetta er í rauninni líka lögmálið sem gildir um Elías, þegar sjálfstraustið vex, vex að sama skapi geta og vellíðan. Elías og Jón Agnar eru ólíkar persónur þó segja megi að þeir séu báðir dæmigerðir unglingar. Báðir lenda þeir í kasti við lögguna, Elías fyrir að mála yfir krot á strætóskýli en Jón Agnar fyrir saklaust innbrot. Heimilisaðstæður þeirra tveggja eru svipaðar að því leyti að báðir búa við öryggi. Foreldrar Agga virðast samt mun skilningsríkari en móðir Ella. Það virðist þó ekki skipta megin máli í þessu tilfelli heldur það að spjara sig og vinna sér álit í félagahópnum. Báðir enda strákarnir sem dálítið „töff týpur“. Þrátt fyrir sameiginleg einkenni eru þessi verk á vissan hátt mjög ólík. Umfjöllunin um Elías er alvarlegs eðlis þó að kímni sé í hávegum höfð. I Bara stælar er meira lagt upp úr fyndni og spennu en raunsærri frásögn og teflir höfundur þar oft á tæpasta vað, t. d. er 326
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.