Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Blaðsíða 114
Vilhjdlmur Árnason Réttlæti og trúarsannindi eða Vegurinn, sannleikurinn og lífið (Þessi grein vísar til orðaskipta þeirra Eyjólfs Kjalars Emilssonar og Þorsteins Gylfasonar um sannleika og réttlæti í síðasta hefti.)1 I Villiöndinni dró Henrik Ibsen upp ógleymanlega mynd af miklum „sann- leikspostula", Gregers Werle, sem einsetti sér að láta sannleikann um Ekdalsfjölskylduna koma fram. Hann þröngvar sér inn í líf þessa fólks og linnir ekki látum fyrr en hann hefur lokið verkefni sínu: að eyða þeim lygavef sem fjölskyldan var flækt í. Auðvitað gekk Gregers gott eitt til. Hann vildi að þau Gina og Hjálmar Ekdal hæfu nýtt líf í hjónabandi reistu á sannleika og hreinskilni. En afleiðingarnar af afskiptum Gregers urðu skelfilegar. Hedvig, litla stúlkan sem líkast til var ekki dóttir pabba síns, framdi sjálfsmorð. En sannleikurinn náði að koma fram og það var Gregers fyrir mestu. Það fer vart á milli mála að í einhverjum skilningi er Gregers Werle málsvari sannleikans í þessu verki Ibsens, en andstætt t. d. Stockmann í Þjóðníðingi er hæpið að kalla hann boðbera réttlætis. Relling, læknirinn í Villiöndinni, telur Gregers haldinn „rettskaffenhetsfeber" sem villi honum sýn á allt nema hina „háleitu kröfu“ um afdráttarlausa hreinskilni. Hann skortir hins vegar „rettfærdighetssans" eða réttlætiskennd. Vegna þessa bjálka telur hann það heilaga skyldu sína að afhjúpa blekkingar annarra, jafnvel þótt það kosti þá lífið og lukkuna. Svo ég noti orðalag Þorsteins Gylfasonar, þá tekur Gregers verknaðarskylduna til að „hjálpa" öðrum fram yfir taumhaldsskylduna að vinna þeim ekki tjón. Þorsteinn telur að þar sem verknaðarskylda og taumhaldsskylda rekist á, skuli taumhaldsskyldan ráða: „Ef til vill má rekja þessa reglu til frumreglu um mannlegar dyggðir sem segði að þar sem réttlæti og kærleikur rekist á skuli réttlætið ráða.“2 Nú hefur Þorsteinn sett fram kenningu um réttlæti sem gengur út á það að réttlæti sé sannmæli; réttlæti birtist í því að sannleikurinn fái að koma fram.3 Dæmið af Gregers í Villiöndinni sýndi afturámóti að ofurást hans á sannleikanum leiddi ekki einungis óhamingju yfir fórnarlömb hans, heldur einnig óréttlæti. Hann braut í bága við þau almennu sannindi, að „satt má kyrrt liggja“ þegar önnur og mikilvægari verðmæti eru í húfi. En Þorsteinn 376
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.