Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 115
Réttlœti og trúarsannindi á svar á reiðum höndum við þessari aðfinnslu. Hann gæti sagt sem svo að sannleikurinn væri margbrotinn í þessu máli og Gregers einblíndi á aðeins eina staðreynd: faðerni Hedvigar. „En sannleikurinn um okkur er ekki bara sá hvað við erum og hvað við getum, því að hann tekur líka til þess sem við getum orðið og gœtum gert. Þetta er auðvitað ljósast um lítil börn.“4 Af þessum orðum mætti jafnvel ráða að sannleikurinn um faðerni Hed- vigar sé algjört aukaatriði frá sjónarmiði réttlætis. Það er sannleikurinn um hana sjálfa, það sem hún er og gæti orðið af sjálfri sér, sem skiptir meginmáli. Og í því tilliti skjátlast Gregers. Hann segir sannleikann, en hann sér ekki sannleikann um fólkið sjálft. Sérstaklega skjátlast honum um Hjálmar, vin sinn, sem hann telur miklu meiri mann en hann reynist vera. Svo mikinn sannleika leiða afskipti Gregers af fjölskyldunni í ljós, að þau sýna hvað býr í Hjálmari. Frá sjónarmiði Þorsteins er það kannski réttlæt- ismál. En um leið er sannleikskrafa Gregers óréttlát því hún kemur í veg fyrir það að Hedvig fái nokkurn tíma að njóta sín: „Og barn nýtur þá og því aðeins sannmælis að sannleikurinn um það — allur sannleikurinn ef nokkur von væri um hann — fái að koma fram: að það fái að spreyta sig og njóta sín svo það megi leiða í ljós hvers það er megnugt. Sannleikurinn er það sem í því býr.“5 Gallinn við þetta er bara sá — í dæminu um Hedvig — að þar er það uppljóstrun um hluta sannleikans um hana, þ. e. um faðerni hennar, sem leiðir til þess að „allur“ sannleikurinn um hana fær ekki að koma fram. Hjá þessu er hægt að komast með því að undanskilja sannleikann um faðerni hennar frá „sannleikanum um hana sjálfa“. Hið sama mætti gera í tilviki Hjálmars og segja, að sá sannleikur sem leiddur er í ljós um hann, sé ekki allur sannleikurinn um hann, því sem manneskja búi hann yfir öðrum og betri möguleikum. En sé það gert er ekki bara gengið útfrá umdeildri hugmynd um mannlegt eðli, sem erfitt er að beita á raunverulegar aðstæður, heldur er það líka hárrétt, sem Eyjólfur Kjalar bendir á, að réttlætishugtak Þorsteins krefjist þess eins að verðleikar fólks fái að koma í ljós, en hafi ekkert með „venjuleg sannindi“ að gera.6 Það er annars athyglisvert að Þorsteinn skuli ekki sjá neina ástæðu til þess að skilgreina það sannleikshugtak sem hann notar. Eg held að skýringin sé sú að hann telji það liggja í augum uppi: sannar séu þær staðhæfingar sem komi heim og saman við veruleikann. Af framansögðu má þó ráða að þetta gengur ekki upp nema veruleikinn sé teygður út í vídd hins mögulega, þess sem gæti orðið en er ekki enn, og þá virðist það vera orðið ankannalegt að tala um samsvörun staðhæfinga við ástand í veruleikanum, eins og tíðkast um venjuleg sannindi. Ókunnugum gæti jafnvel flogið í hug að Þorsteinn sé undir áhrifum frá þýska heimspekingnum Martin Heidegger, sem kennir að TMM VIII 377
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.