Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 117
Réttlati og trúarsannindi örugglega ekki viljandi, en hann virðist bregða guðfræðingum, sem leggja einkum táknrænan skilning í guðspjöllin, um trúleysi. Og það eru ekki bara guðfræðingarnir sem missa trúna, heldur allir þeir sem hafa vaxið upp úr barnatrúnni og sjá einhver dýpri sannindi í guðspjöllunum heldur en að þau séu „sannar sögur“. Nú er það ekki einu sinni svo að Gunnar Kristjánsson, og guðfræðingarn- ir sem hann er að segja frá, haldi því fram að biblíusögurnar séu ósannar. Þeir leggja áherslu á að það er ekki sögulegt sanngildi einstakra atburða sem er mikilvægast í guðspjöllunum. Þau sannindi sem skipta trúmanninn mestu máli eru ekki sagnfræðileg í venjulegum skilningi þess orðs. Trúarsannindi eru, þegar allt kemur til alls, sannindi um okkur sjálf, möguleika okkar og takmarkanir. Það er boðskapurinn um Krist, þau fyrirheit og fordæmi sem hann gaf með lífi sínu, sem eru þýðingarmest fyrir trúmanninn. Hann trúir ekki þessum sannindum eins og hann trúir því að Gamli sáttmáli hafi verið gerður árið 1262; hann treystir þeim og bindur við þau allt sitt trúss. Því Guð er ekki sannur eins og setning, heldur fremur eins og vinur sem hægt er að reiða sig á, en jafnframt miklu meira en það: „Kristur rís upp í boðskapnum og leysir líf mannsins þannig frá hinu ósanna til hins sanna, frá því að vera ekki til þess að vera.“u Aftur kemur Shakespeare upp í hugann. En með því að líkja Biblíunni við listaverk er vitaskuld ekki verið að halda því fram að það sem í henni stendur sé uppspuni eða einber list. Þorsteinn segir að „ástir tveggja einstaklinga séu dálítið listaverk"12 og varla er hann að segja með því að ástin sé ekki annað en skáldskapur. Því síður er hann að draga úr gildi ástarinnar með því að líkja henni við listaverk; hann er að tala um „sanna ást“. Aristóteles sagði að skáldskapurinn væri „heimspekilegri og æðri en öll sagnfræði,"13 vegna þess að hann leiddi í ljós almenn sannindi fremur en einstök. Á sama hátt er Gunnar Kristjánsson að benda okkur á gildi guðspjallanna þegar hann segir þau eiga meira skylt með skáldskap en sagnfræði. Sköpunarsagan verður harla bágborin ef hún er lesin eins og fræðilegur texti. Um þetta segir Sigurbjörn Einarsson biskup: . . . upphaf Biblíunnar . . . er jafnóskylt náttúrufræði og sonnetta eftir Jónas eða fúga eftir Bach. Mannsandinn tjáir sig ekki á einn veg alls staðar. Tjáningu þeirrar skynjun- ar og túlkun þeirrar vitundar, sem verið er að koma á framfæri í Biblíunni, er fremur að líkja við það, þegar skáldið talar sitt óraunhæfa og djúpvísa mál, en þegar vísindamaður skrásetur raunreyndir náttúrufræðilegra rannsókna.14 Eftir mælikvarða Þorsteins er biskupinn að halda því fram að ritningarnar segi ósatt! Biskupinn trúi þeim ekki. Eina skýringin á þessari afstöðu 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.