Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 134
Tímarit Máls og menningar finningum Bjössa er hann tekur Doppu upp í fyrsta skipti: Hann strýkur varlega yfir fjaðrirnar, silkimjúkar og heitar. „Ekki vera hrædd, Doppa mín,“ hvíslar hann. „Við ætlum ekki að gera þér neitt. Við viljum bara vera góð við þig.“ (bls. 52) Fullorðna fólkið í sögunni skiptist í tvo hópa, líkt og börnin. Annars vegar eru smiðirnir sem hjálpa börnunum og sýna þeim skilning og hlýju. Hins vegar eru stjórnendur þungavinnuvéla sem skilja ekki börnin og áhugamál þeirra. I lok sögunnar sættir höfundur ekki mis- munandi sjónarmið, til dæmis eru Kiddi og Raggi ekki látnir bæta ráð sitt og viðhorf þeirra til dýranna breytist ekk- ert. Samúðin er þó greinilega með mál- leysingjunum. Við skiljum við Bjössa þroskaðri og reynslunni ríkari í sögulok. Með kynn- um sínum af Ásu og Doppu öðlast hann aukið sjálfstraust og kjark. Að endingu þorir Bjössi að segja Kidda og Ragga að þau hafi átt „skræpu" en ekki „topp- fugl“. Bjössi og Ása eru aðalpersónur en lesandinn kynnist henni minna. Per- sónulýsingar eru óbeinar í sögunni. Ut- litslýsingar eru litlar, eingöngu er sagt frá aldri barnanna, klæðnaði og háralit. Höfundur leggur mesta áherslu á að nálgast Bjössa og Ásu sem tilfinninga- verur í samskiptum þeirra við fuglinn. Persónur sögunnar verða hvorki skýrar né margbrotnar en þær eru trúverðugar og athafnir barnanna eru sannfærandi. Sagan er sögð í 3. persónu. Eingöngu er sýnt inn í hug Bjössa og er hann í sögumiðju. Aðrar persónur skynjum við utan frá, eftir athöfnum þeirra og orðum. Stíll sögunnar er knappur, setningar stuttar og málfar einfalt. Hversdagsleg orð eru notuð sem börn þekkja. Upp- setning efnisins hæfir vel byrjendum í lestri, línur eru hæfilega langar og letur er stórt. Oft nær höfundur að vekja með lesenda sérstök hughrif með myndræn- um og knöppum stíl, samanber lýsing- una á Bjössa og Ásu við jarðsetningu Doppu: „Þau liggja á hnjánum og horfa ofan í moldina. Engin orð. Bara fallegar hugsanir í hljóði.“ (bls. 110) Brian Pilkington myndskreytir bók- ina. Myndir eru margar og samspil texta og mynda með ágætum, en myndefni er ekki fjölbreytt. Það er einkum söguhetj- an sjálf og persónur í kringum hana. Myndirnar sýna beinar athafnir barn- anna, hvað þau eru að fást við hverju sinni. Þær eru felldar beint inn í megin- málið og ítreka efnisatriði en bæta litlu við söguna. Stíll mynda og texta er af sama tagi, þ. e. einfaldleikinn ræður ríkjum. Höfundur skrifar af næmi og skilningi á barnssálinni og tekst vel, eins og áður segir, að lýsa tilfinningum Ásu og Bjössa í garð fuglsins. Kynni barnanna af dúf- unni veita þeim mikið og í þeim sam- skiptum kynnast þau einnig sorginni. Höfundi tekst að lýsa þessum tilfinning- um barnanna á sannfærandi hátt og án allrar mærðar. Efni sögunnar höfðar vafalaust til allflestra barna á neðri stig- um grunnskólans. Það er einmitt vel til fundið hjá höfundi að leiða Ásu og Bjössa saman, því alltof oft eru strákar og stelpur á þessum aldri farin að skipa sér í andstæðar fylkingar. Ása og Bjössi eru jafningjar í sögunni og samskipti þeirra eðlileg og einlæg. 396
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.