Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 30
Tímarit Máls og menningar Hann klikkaði semsé á fyrstu línunni í faðirvori bókmenntafræðinga: að vera með það á hreinu hvaða texta hann er að tala um. Þetta aftrar samt ekki Astráði frá því að svara Sigfúsi fullum hálsi, í sömu grein og hann svarar mér í TMM. Þar byrjar hann á að væna Sigfús um að hafa ekki lesið ritsmíð sína nógu vandlega til að vera færan um að skrifa umsögn um hana. (Þetta virðist vera honum áleitinn þanki). En samt er honum eitthvað brugðið; innanum allar umvandanirnar og vandlætingarnar er hann með ein- hverjar klaufalegar tilraunir til að skjalla Sigfús Daðason; segist hafa orðið „himinlifandi“ þegar hann frétti að Sigfús hefði skrifað gegn sér, kallar hann „eitt sinna eftirlætisskálda“ og auk þess „góðkunnan greinahöfund og þýð- anda“. Og svona til að trompa þetta og yfirtrompa, þá vitnar hann síðar í titilinn „fá ein orð“ sem hann segir vera nafnið á einni af ljóðabókum Sigfúsar. „Fá ein orð“, eftir Sigfús Daðason. I næstu grein mun bókmenntafræðingurinn eflaust drepa lítillega á bækurnar „Sjálfstætt ljós“, eftir Halldór Laxness, og „Gamli maðurinn í farangrinum", eftir Hemingway. Að lokum aðeins nokkur orð um grein Gunnars Karlssonar. Þau verða mjög fá, enda leyfir ekki sómatilfinning heiðarlegs manns að það sé spaugað með slíkt. Knut Hamsun hélt því eitt sinn fram að í sálarfræðum stæði enginn skáldsagnahöfundum á sporði. Að vísu mátti ráða af samhenginu að hann væri fyrst og fremst að tala um sjálfan sig gamalreyndan; í það minnsta hef ég aldrei tekið þessi orð til mín og ætla þar af leiðandi ekki að reyna að skilja til fulls greinina „Samnorræn niðurlæging" frá því í síðasta hefti TMM. Þó er því ekki að neita að lýsingar Gunnars á því hvernig hann á undanförnum tíu árum hefur stanslaust verið hafður að háði og spotti á þessum norrænu ráðstefnum, sem hann þó keppist við að sækja, minntu einna helst á ofsóknir meinvættanna í Píslarsögu séra Jóns þumlungs. Hinsvegar verður að viðurkennast að þessi opinskáa og hreinskilna grein Gunnars Karlssonar lauk upp skilningi á öllu því hugsanaferli sem ég hef verið að undrast á og skrifa um í þessum pistlum mínum. Það sem mér hafði aldrei skilist, einsog sjá má af títtnefndri grein í TMM, var í fyrsta lagi hversvegna allt þetta feikna veður var gert útaf einni mislukkaðri þýðingu, og í öðru lagi hvers vegna var verið að draga inní þá umræðu til að skammast útí og kalla til ábyrgðar alla þá blásaklausu útlendinga og málinu óviðkomandi sem sýnt hafa íslenskum bókmenntum áhuga. Ég sé það nú eftirá hvað bæði Helga og Astráður voru að meina allan tímann, þau bara orðuðu ekki sinn þanka af sömu barnslegu einlægni og Gunnar gerir. I stuttu máli má lesa útúr grein Gunnars ástæðuna fyrir öllum þessum sárindum. Hún er sú að þýðing Eskelands á Leigjandanum sé ekki bara dæmigerð, heldur hreinlega óræk sönnun fyrir lítilsvirðingu norðurlandabúa yfirleitt í garð íslendinga. Og þá er náttúrlega ekki undarlegt að ráðist sé með kjafti og klóm að kvislingum sem rísa til varnar fyrir hinn útlenda féndaflokk. En í alvöru talað, ég er rétt nýfarinn að skilja þetta. Að ein vond þýðing geti 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.