Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 125
merki að skrásetjari er um leið að leggja niður fyrir sér merkingu þessara atvika. Elías skrifaði líka pólitískar ádeilu- sögur á þessum tvísýnu tímum kalda- stríðs og hernáms, og sýna þær að ýmsu leyti vel hvernig tíðarandinn var. Þær eru sumar hverjar alltof einfaldar, for- segjanlegar og samtölin stirð. Til dæmis í sögunni Það var nú þd, sem er ádeila á tvískinnung, óstöðugleika og hernám. Þar er ádeilan of augljós, liggur um of í augum uppi og hangir utan á sögunni í stað þess að vera ofin saman við eða falla inn í hana. Betur tekst til í sögu sem heitir Atökin um Skólavörðuholt og seg- ir frá leik stráka á því holti fyrir komu hernámsliðsins. Þar endurspeglar leikur strákanna heimsveldakapphlaup stór- veldanna og síðan er það táknrænt að breska herliðið skerst í leikinn og fer að sprengja á sama stað, leggur undir sig strákaheim bernskunnar. Þessi ádeilu- saga hefur það fram yfir hinar að þar er sýnt á symbólskan hátt en í hinum er boðun, sem á köflum verður of einföld til þess að hitta í mark, verða sterk og hrífa. Svipað má segja um sögu sem fjallar um átök listamanns við umhverfi sitt, Volaðs vera. Hún ber í sér ýmislegt gott efni um muninn á vilja og mætti lista- manna og glímu þeirra við sjálfa sig, og í þessu tilviki gríðarlega þörf fyrir að öðl- ast viðurkenningu samfélagsins. En hún verður of útskýringakennd; höíundur fer að skýra út fyrir lesanda í stað þess að flétta það inní söguna. Frá árinu 1960 og þar í kring eru þrjár sögur af sérkennilegu fólki; sjálfhverfum unglingi (Narcissus), spakvitru gamal- menni í kirkjugarði og ungfrú Petrún- ellu Patreks. Af þessu þykir mér Narc- issus best heppnaða sagan vegna þess að hún stendur fullkomlega undir því sem Umsagnir um bœkur hún ætlaði sér; stenst. Henni lýkur höf- undur svo: „O, Elías Mar, haltu áfram! Þetta gæti orðið svo sniðugt upphaf að skáldsögu í hefðbundnum stíl!“ Hinar persónurnar sem minnst var á eru of yfirborðskenndar til þess að hrífa mann, sérstaklega gamalmennið í kirkju- garðinum sem fer með presta og menntamannahatur sem er orðin þreyt- andi klisja fyrir fólk á okkar tíma. Hann hefur hins vegar í sér ýmsa frumlega drætti sem hefði mátt dýpka og leggja meiri rækt við, í stað þess að láta mann- inn fara með langar ræður. Hér er þó skylt að minna á að þessi saga er skrifuð fyrir 27 árum og segir það okkur tölu- vert um bókmenntalega þróun. Ekki síst þegar litið er til tveggja síð- ustu sagna safnsins, sem eru frá 1981 og 1984. Sagan Hinzta vitjun er skrifuð 1981 og fjallar um dauðann á sjúkrahúsi. Gamall maður fær hugmynd til þess að létta harðvítugt dauðastríð ungs félaga síns á sjúkrahúsi, en stúlkan sem það verkefni var ætlað kemur of seint. Hins vegar veldur hún óbeinlínis dauða gamla mannsins. I stað þess að koma til að létta kvöl, ber hún með sér dauðann. Þessi saga vottar nokkuð um þá stefnu- breytingu í skáldskaparlegum efnum sem mér virðist ljóst af þessu safni að Elías hefur tekið. Boðskapurinn liggur ekki eins utan á sögunum, þær verða dýpri, flóknari og óræðari. Þetta kemur allt fram í bestu sögunni, sem jafnframt er sú yngsta; Bið. Þar er allt óljóst; staður, stund og sögumaður, hvað gerist og hvað ekki og jafnvel efast um tilgang þess að skrifa yfirleitt. Sög- una má lesa á margvíslegan máta; allt frá því að líta á hana sem minnispunkta ■minnislauss og sáltruflaðs manns eða TMM VIII 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.