Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 126
Tímarit Mdls og menningar sem kafkaíska atlögu að því að tjá vitund nútímamannsins sem stendur frammi fyrir óræðum heimi þar sem allt er hverfult og engu að treysta og þjáningin kraumar alls staðar undir. Niðurlag sög- unnar er mjög í þá átt, síðasta setningin og þrauthugsuð er: „Guð minn, komdu og sæktu mig.“ Neyðaróp nútíma- manns, volaðs veru. Skáldskapur af þessu tagi er miklu lífsseigari, stenst betur þá frægu vígtönn tímans sem hefur talsvert nartað í aðrar sögur þessarar bókar. Titill hennar speglar þetta á vissan hátt, felur í sér breytta tíma; annað skáldskaparefni og annan stíl. Nú þegar fyrir liggur efni hinna meintu „þöglu“ ára á höfund- arferli Elíasar Marar, væri ekki úr vegi að höfundarverk hans yrði metið upp á nýtt og skoðað í heild sinni. Eg hef það á tilfinningunni að slík rannsókn myndi skila okkur talsverðri þekkingu á bók- menntalegri þróun þeirra ára. Páll Valsson „Ó, HANN FELUR DJÚP SÍN“ I Bókin er lokastig ímyndunaraflsins. Það er þá sem ímyndunaraflið deyr á vissan hátt, ímyndunarafl einstakl- ingsins. Síðan getur vel verið að ímyndunarafl þjóðfélagsins taki við, maður veit það ekki. En listaverkið er lokastig ímyndunaraflsins, ekki upphaf þess. Þetta segir Guðbergur Bergsson í við- tali sem Tómas R. Einarsson tók við hann í tilefni af útkomu bókarinnar Leitin að landinu fagra og birtist í Þjóð- viljanum 20. október 1985. Einstakl- ingur semur bók eða annað listaverk og læsir ímyndunarafl sitt í það — viðtak- endur njóta síðan hugarflugs listamanns- ins, þjóðfélagið tekur við bókinni og dæmir eftir sínu ímyndunarafli og þá væntanlega undir forystu Bókmennta- stofnunarinnar: gagnrýnendur gefa í blöðum út tilskipanir um leshátt. Það sem er athyglisvert við kenningu Guðbergs er að hvergi er í henni gert ráð fyrir lesandanum sem einstaklingi. Hann býst ekki við frumkvæði þess sem les, telur lestur ekki vera sköpun á neinn hátt, reiknar ekki með því að ímyndun- arafl þess einstaklings sem les starfi á virkan hátt, heldur taki við, horfi á, dáist kannski að. Þetta viðhorf höfundarins til okkar sem lesum setur mark sitt á bókina. Að formi til er hún saga sem kona af mest- um ættum landsins segir heldur treggáf- uðum alþýðumanni sem vinnur í hamp- iðjunni. Með vissu millibili leggur hún út af efninu fyrir hann — og okkur — dregur saman, bendir á hliðstæður, and- stæður og tilbrigði, og í lok bókarinnar þarf hún að tyggja ofan í hann móral sögunnar um að landið fagra sé að finna í ástinni, kartöflur verði hvergi ræktaðar í snjó með vísindalegum aðferðum, það undur gerist aðeins fyrir tilverknað ást- arinnar. Þessi bók er sýning á vitsmunum og ímyndunarafli. Á hverri síðu kviknar ný hugmynd og fuðrar upp svo gneistarnir skjótast í allar áttir. Höfundur leiðir hverja hugdettu sína í margar áttir, skoðar frá ólíkum hliðum. Sögunni er líkt við hillingar á Breiðafirði — þegar loft er mistrað og eyjarnar virðast rísa úr hafinu; sjálfur hefur Guðbergur auðgað 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.