Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 130
Tímarit Máls og menningar einn tíma, öllu hrært saman. Og allt hnitast vitaskuld um Hugborgu, hún tengir þetta efni allt saman. I rauninni eru aðeins tvær persónur í sögunni: karlinn og konan sem eru stöðugt að taka nýjum myndbreyting- um, en eru um leið óumbreytanleg og söm. Helgi og Inga eru statistar og aðrar persónur eru „almenningur" sem alltaf kveður upp úr með eitthvað einum rómi, „grasafræðingarnir“, „prestsyn- irnir“, „íhaldskellingar" og aðrir þvílíkir hópar sem við könnumst við úr öðrum sögum Guðbergs og eru gangandi lág- kúran í hugsunarhætti Islendinga; Guð- bergur er bersýnilega ofurnæmur fyrir vanahugsun dagblaðanna og notar orða- leppana af gífurlegri fimi. Hann býr til sirkús venjubundinnar hugsunar. Karlinn í sögunni er passífur, hann lendir í ævintýrum og sýnir þar karl- mannlega dirfsku og krafta, en virðist hins vegar hafa takmarkaða hugsun. Hann er bókmenntaleg klisja, margföld. Yngsti bróðirinn í ævintýrinu svo sem fyrr var rakið, en um leið skopstæling á aðalpersónum „neikvæðra" útópískra bóka á borð við Brave new world og 1984 — en þar hitta þeir einmitt nokkurs konar „síðustu hjarðmeyjar hins iðn- vædda heims". Hann lætur sig dreyma um slíka konu „/.../ því hann langaði að eltast við það sem mannkynið hefur elst við frá upphafi, í leit sinni að landinu fagra: lund konunnar". (107) Lund konunnar? Að einu leytinu er hugsunin sú að hvað sem karlmenn telja sig vera að hlaupa á eftir er það ævinlega ástin sem þeir leita. Og hér — rétt eins og hjá kvennaframboðinu — safnast í lund konunnar öll jákvæð gildi mann- lífsins: kærleikurinn og sköpunarmátt- urinn. Perlan í skelinni — í hugarborg- inni. Um leið er klifað á því að Hugborg sé „af mestu prestaættum landsins“ og á hún það sammerkt með boðberum rót- tækninnar sem eru í uppreisn gegn feðr- um sínum en jafnframt á nákvæmlega sömu leið. Höfundur tengir þannig rækilega saman þá hugmyndalegu elítu sem var í fararbroddi byltingarinnar eða „umræðunnar" — menntamennina — og svo aftur lúterskuna. Fyrir honum er sósíalisminn eins og hann hefur verið útmálaður á þessari öld, ein grein af lúterstrú, og er sú hugsun ekki ólík þeirri sem Halldór Laxness hefur oft viðrað síðan í Skáldatíma með tali um þýska kalla með sítt skegg. Og reyndar kemur Laxness oft við sögu í bókinni þar sem hann kemur vaðandi út af fyrsta farrými á Gullfossi til að bauna á íhalds- kellingar, og er málflutningur skáldsins kostuleg blanda af ferðasögum hans sjálfs til Sovétríkjanna og Þórbergs í Raubu hœttunni. III A blaðsíðu 162 er komið á heimseyjuna og nokkuð fjallað um dreka og sam- skipti þeirra við fólk af mestu prestaætt- um heims. Þar má sjá eitt stíleinkenni Guðbergs sem er í samræmi við álit hans á ímyndunarafli lesandans: Fólk þetta er af skriðdýrakyni en stendur drekunum stundum full- komlega á sporði í trúartali sínu sem logar oft af eldtungum. Ef þið rekist á mann sem stendur dreka á sporði þá er hann af einhverri prestaætt. Aður en lengra er haldið er vert að geta þess að drekar sem eru nú við völd hafa marið marga með sporðin- um og ýmsum er skeinuhætt að standa á honum til lengdar. (162 — 163) 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.