Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 132
Tímarit Máls og menningar er þannig lýst að á sundi gat hann orðið háfleygur í hugsun en aldrei á göngu á þurru landi. Hann lifir tvöföldu lífi, er annar maður á sundi en heima hjá sér. En rétt er að gefa því gaum að froskmað- urinn syndir stundum „bara innra með sér“ (20). Margt bendir til þess að á sundi sé froskmaðurinn í eigin hugar- heimi, þar lifir hann auðugu andlegu lífi og hugsar margar spakar hugsanir. Innra lífi froskmannsins er lýst af mikilli al- vöru og skilningi, en sumt í fari hans er líka spaugilegt. Hann hrífst t. d. af öllu sem tengist starfi hans, eða réttara sagt starfsheitinu; safnar froskafrímerkjum og leikur froskakvak af snældu þegar illa liggur á honum. Fjölskylda og heimili Hjónaband froskmannsins mótast af því hvernig til þess var stofnað. Því er við- haldið af vandabundnum leiða og girnd. Líkamlegar ástir eru „svefnlyfið“ þeirra, sem virkar þó ekki alltaf. Andvaka liggja þau hlið við hlið, finna lyktina hvort af öðru og þora ekki að kyngja af ótta við að hitt verði þess vart. „Nálægðin fjar- lægði þau . . . Tilfinningar sem voru lík- amanum andstæðar urðu eðlilegur hlut- ur: Það að tilfinningarnar segðu eitt en líkaminn annað.“ (26) Samtöl þeirra eru oftast út í hött, þó konan sé sannfærð um að hún skilji froskmanninn manna best. Innra líf hans er henni í raun lokuð bók, og þannig vilja þau hafa það. Samt heldur hún að hún kunni alltaf skýringu á því hvernig hann hegðar sér. Það kemst einnig vel til skila hvað börnin eru honum fjarlæg. Hann spyr þau kjána- legra spurninga og þau ýmist svara hon- um ekki eða flissa að honum í laumi. Enn er þó ónefnt sjálft heimilisbölið sem er faðir froskmannsins, ótrúleg frekja. Hann undirstrikar með orðum sínum hvað þetta er ömurlegt heimilislíf án þess auðvitað að gera sér grein fyrir því hvað hann á drjúgan þátt í því sjálfur. „Hann sagðist vorkenna aumingja börn- unum að þurfa að alast upp í þessum eilífa skammarkrók . . .“ (60—61). Faðir froskmannsins er spaugilegasta persóna sögunnar. Lýsingin á honum er ýkt en raunsæ. Höfundi tekst vel að finna rétta bilið þar á milli, hann skopstælir þannig að það er fáránlegt en hittir samt í mark. Froskmaðurinn er daufur í dálkinn á heimili sínu og annars hugar enda hrjáð- ur af einsemd og tómleika: „Oskin hætti smám saman að geta dregið andann og kafnaði. Tómið varð eftir og heimil- ið . . . Inni í því var það sem eiginmaður þarf: heimilistæki, húsbúnaður, kona og börn. Allt með talsverðu nútímasniði. “ (58) Tómleikinn er hvergi átakanlegri en á heimilinu. Lýsingin á því er ógeðfelld en lýsingin á sundi hans um hafið heill- andi, enda heilla köfun og einvera frosk- manninn en heimilið vekur honum við- bjóð. I bókinni segir: „Manninum og jörðinni fylgir ólykt, en sjónum dýr- legur ilmur“ (52). Tilboð hafmeyjarinnar Við fyrstu sýn er þetta einföld saga og efni hennar skýrt eftir lestur fyrstu blað- síðnanna. Þetta er saga um froskmann sem hittir hafmeyju. Hún biður hann að yfirgefa allt og fylgja sér. Hann færist undan því og segist bera ábyrgð á starfi sínu og heimili. Hún hótar þá að flækja netin í skrúfum allra báta landsins og leggja efnahag þjóðarinnar í rúst. Þetta gerir hún og þjóðin kemst í mikinn vanda. Það liggur hins vegar ekki ljóst fyrir hvers vegna og hvernig vandinn leystist, en að lokum varð froskmaður- 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.