Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 136
Tímarit Máls og menningar Fjölskylda Karólínu spákonu í Gamla húsinu er yfirstétt braggahverfisins - að- all. Það er undirstrikað með tignarheit- um úr lénsskipulaginu; sögumaður kall- ar Karólínu „drottningu“ og Tómas er kallaður „jarlinn af Thúlekampi“ (43). Sjónarhorn scinni bókarinnar, Gull- eyjunnar (Mál og menning, 1985), er oftast hjá íbúum Gamla hússins sem eru enn meira í sviðsljósinu hér en í fyrri bókinni. Sjálfsskilningur fjölskyldunnar, trú hennar á að eigin velgengni sé jafnframt hagur annarra, gerir lýsinguna á bragga- hverfinu fulla af skemmtilegheitum - fá- tækt og þjáning er ekki til í Thúlekampi á meðan allt leikur í lyndi í Gamla húsinu. Þegar „kerfið" ræðst svo á kampinn til að jafna hann við jörðu, snýst fólkið í Gamla húsinu til varnar hverfinu, fullt af réttlátri reiði og baráttuhug. Þeim til mikillar furðu standa þau ein, fátækl- ingarnir flytja fegnir úr bröggunum í mannsæmandi íbúðir í úthverfunum. Enginn er tilbúinn til að verja hverfið eða Gamla húsið - og þá koma líka í ljós brestir í fjölskyldu Karólínu, sjálfir innviðirnir eru fúnir. Gulleyjan byggir á nokkrum grund- vallandi andstæðum; fjölskylda Karó- línu skiptist innbyrðis í húsbændur og hjú, yfirstétt og vinnudýr. Efnahagslegir og menningarlegir yfirburðir gera fjöl- skyldu spákonunnar að yfirstétt í Thúle- kampi og Thúlekampur er í ögrandi and- stöðu við Reykjavík. Utan og ofan við allt þetta er svo Ameríka, heimsálfa hamingjunnar, andstæða alls þess lífs sem menn þekkja og lifað er á eyjunni. I spennunni á milli þessara andstæðna kvikna goðsögurnar til lífsins. Hér verður fylgt dæmi Atle Kittang (í bók hans um Hamsun: Luft, vind, ing- enting). Hann skilgreinir fyrirbærið „goðsögn" út frá kenningum mannfræð- ingsins Claude Lévi-Strauss og segir að hlutverk goðsagnarinnar í daglegu lífi okkar sé að leiða saman og sætta þver- sagnir, andstæður sem virðast annars óskiljanlegar og ósættanlegar. Einmitt þetta hlutverk goðsögunnar verður einkar skýrt í Gulleyjunni í draumnum um Ameríku og í persónu Badda. Ameríka Þegar lýst er hugmyndum fjölskyldunn- ar um Ameríku, fær textinn á sig blæ ævintýris eða helgisögu: Fjölskylda spákonunnar í Gamla húsinu átti þó hlutdeild í hamingj- unni, útaf þessu, að hún Gógó . . . var orðin húsfrú og aðalsfrú þarna fyrir vestan, og allt sem frá henni kom bar í sér birtu þeirrar sólar sem upplýsti hennar líf. (7) Frá Ameríku koma heillandi hlutir: ísskápurinn mikli sem er svo stór að það verður að rjúfa dyraumbúnað til að hann komist inn í venjulegt hús. Þaðan koma nautatunga og suðrænir ávextir í dós, Rúdólfur hreindýr, glimmer, palí- ettur og candyfloss. Notagildi þessara hluta er takmarkað og upphaflegt tákn- gildi þeirra, tilvísanirnar sem þeir höfðu fyrir vestan, er týnt þegar þeir hafna í Thúlekampi. En það gerir ekkert til, þeim er veitt fagnandi móttaka sem táknum - án merkingarmiðs. „Þetta er Ameríka!" segja íbúar Gamla hússins og eiga við einhvers kon- ar glæsibrag, munað, iðjuleysi - eða m. ö. o. hinn gamla alþýðlega draum um fyrirhafnarlaust sældarlíf í landi þar sem smjör og hunang drýpur af hverju strái. Ibúar Gamla hússins kæra sig ekkert 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.