Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 7
Milan Kundera Þegar Panúrg þykir ekki lengur fyndinn Kímnin fundin upp Gargamela var ólétt og borðaði svo mikið af innmat að það varð að gefa henni inn hægðastillandi lyf; það reyndist svo sterkt að fylgjan brást, fóstrið Gargantúi smaug inn í æð, upp eftir henni og skaust út um eyrað á mömmu sinni. Spilin eru lögð á borðið strax í fyrstu setningum bókarinnar: það sem hér fer á eftir er ekki al varlegt. Með öðrum orðum: hér er ekki verið að halda fram neinum sannleika (hvorki vísindaleg- um né goðsögulegum), það er ekki verið að reyna að lýsa staðreyndum eins og þær eru í raun og veru. Hvílík sælutíð þegar Rabelais var uppi: fiðrildi skáldsögunnar hefur sig til flugs og leifarnar af púpunni loða enn við búk þess. Risinn Pantagrúll er upprunninn í gömlum ýkjusögum og ævintýrum, en Panúrg er hluti af þeirri ókunnu framtíð sem bíður skáldsögunnar. Bók Rabelais er ótrúlega innihaldsrík vegna þess að hún verður til á þeirri stundu er ný listgrein er að sjá dagsins ljós; þar ægir öllu saman: trúlegum og ótrú- legum atburðum, dæmisögum, háðsádeil- um, tröllum og venjulegum mönnum, innskotssögum, hugleiðingum, raunveru- legum og ímynduðum ferðalögum, deilum spekinga, útúrdúrum sem byggjast einungis á snilldarlegum leik með tungumálið. Skáldsagnahöfundur nútímans, sem er arf- taki nítjándu aldarinnar, hugsar með sökn- uði og öfundar til hins dásamlega sundur- leita heims fyrstu skáldsagnahöfundanna og til þess hversu glaðbeittir og frjálsir þeir bjuggu í þessum heimi. Rétt eins og Rabelais lætur Gargantúa skreppa út um eyrað á mömmu sinni og falla niður á trégólf heimsins á fyrstu blað- síðum bókarinnar, þá gerist það í Söngvum Satans að flugvél springur í loft upp á flugi og söguhetjumar tvær í bók Salmans Rush- die, spjalla saman, taka lagið og eru allir hinir skoplegustu og ótrúlegustu meðan þeir eru að hrapa. „Fyrir ofan þá, aftan og neðan í tóminu“ svifu stólar með stillanlegu baki, pappaglös, súrefnisgrímur og farþeg- ar, en annar þeirra félaga, Gibreel Farishta, „synti í loftinu, flugsund, bringusund, hnipraði sig í kuðung, teygði úr öllurn skönkum út í næstum-óendanleika næst- um-dögunarinnar“ og hinn, Saladin Chamcha, þessi „brothætti skuggi... hrap- aði með höfuðið á undan, í gráum jakkaföt- um með allar tölurnar hnepptar, hendur niður með síðum og gerði sér enga rellu út af ókennilegum kúluhattinum á höfði sínu TMM 1992:4 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.