Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 7
Milan Kundera
Þegar Panúrg þykir ekki
lengur fyndinn
Kímnin fundin upp
Gargamela var ólétt og borðaði svo mikið
af innmat að það varð að gefa henni inn
hægðastillandi lyf; það reyndist svo sterkt
að fylgjan brást, fóstrið Gargantúi smaug
inn í æð, upp eftir henni og skaust út um
eyrað á mömmu sinni. Spilin eru lögð á
borðið strax í fyrstu setningum bókarinnar:
það sem hér fer á eftir er ekki al varlegt. Með
öðrum orðum: hér er ekki verið að halda
fram neinum sannleika (hvorki vísindaleg-
um né goðsögulegum), það er ekki verið að
reyna að lýsa staðreyndum eins og þær eru
í raun og veru.
Hvílík sælutíð þegar Rabelais var uppi:
fiðrildi skáldsögunnar hefur sig til flugs og
leifarnar af púpunni loða enn við búk þess.
Risinn Pantagrúll er upprunninn í gömlum
ýkjusögum og ævintýrum, en Panúrg er
hluti af þeirri ókunnu framtíð sem bíður
skáldsögunnar. Bók Rabelais er ótrúlega
innihaldsrík vegna þess að hún verður til á
þeirri stundu er ný listgrein er að sjá dagsins
ljós; þar ægir öllu saman: trúlegum og ótrú-
legum atburðum, dæmisögum, háðsádeil-
um, tröllum og venjulegum mönnum,
innskotssögum, hugleiðingum, raunveru-
legum og ímynduðum ferðalögum, deilum
spekinga, útúrdúrum sem byggjast einungis
á snilldarlegum leik með tungumálið.
Skáldsagnahöfundur nútímans, sem er arf-
taki nítjándu aldarinnar, hugsar með sökn-
uði og öfundar til hins dásamlega sundur-
leita heims fyrstu skáldsagnahöfundanna
og til þess hversu glaðbeittir og frjálsir þeir
bjuggu í þessum heimi.
Rétt eins og Rabelais lætur Gargantúa
skreppa út um eyrað á mömmu sinni og
falla niður á trégólf heimsins á fyrstu blað-
síðum bókarinnar, þá gerist það í Söngvum
Satans að flugvél springur í loft upp á flugi
og söguhetjumar tvær í bók Salmans Rush-
die, spjalla saman, taka lagið og eru allir
hinir skoplegustu og ótrúlegustu meðan
þeir eru að hrapa. „Fyrir ofan þá, aftan og
neðan í tóminu“ svifu stólar með stillanlegu
baki, pappaglös, súrefnisgrímur og farþeg-
ar, en annar þeirra félaga, Gibreel Farishta,
„synti í loftinu, flugsund, bringusund,
hnipraði sig í kuðung, teygði úr öllurn
skönkum út í næstum-óendanleika næst-
um-dögunarinnar“ og hinn, Saladin
Chamcha, þessi „brothætti skuggi... hrap-
aði með höfuðið á undan, í gráum jakkaföt-
um með allar tölurnar hnepptar, hendur
niður með síðum og gerði sér enga rellu út
af ókennilegum kúluhattinum á höfði sínu
TMM 1992:4
5