Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 20
segja með yfirlætislegt bros á vör: „Bókin
hans Rushdie? Nei, blessaður vertu! Ég er
ekki búinn að lesa hana.“ Höfundur bókar-
innar sem olli öllum þessum ys og þys var
orðinn tortryggilegur. Menn litu á harmleik
hans sem ósmekklegt fjaðrafok.
Stjómmálamennimir voru fljótir að not-
færa sér þessa undarlegu „ónáð“ skáld-
sagnahöfundarins sem kom róti á samskipti
þeirra við lönd múslima. Viss tortryggni í
hans garð umbreyttist nú í háttvísa óhlut-
drægni. Aðeins það allra nauðsynlegasta
var gert fyrir Rushdie: sem breskur ríkis-
borgari sem hótað hefur verið lífláti, var
hann (og er) undir traustum vemdarvæng
bresku lögreglunnar; en það var vandlega
sneitt hjá því að gera nokkuð fleira fyrir
hann sem manneskju eða listamann; enginn
vináttu- eða virðingarvottur frá opinberum
aðilum; engin merki um sóma eða sam-
stöðu frá Evrópu og menningarstofnunum
hennar sem þó em sérfræðingar í merkja-
máli, hvort sem þau em smá eða stór, lítil-
mótleg eða áberandi.
Frú Thatcher, þáverandi forsætisráðherra
Bretlands, fannst bókin „verulega hneyksl-
andi“ fyrir múslima og Sir Geoffrey Howe,
þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfír:
„Ríkisstjóminni og hinni bresku þjóð finnst
þetta vond bók. Hún er ákaflega gagnrýnin
og dónaleg í okkar garð. Hún líkir Stóra-
Bretlandi við Þýskaland Hitlers. [Mérþætti
gaman að hitta þann sem finnur þessa sam-
líkingu! M.K.] Okkur finnst þetta jafn-
slæmt og múslimum sem sámar að ráðist sé
gegn trú þeirra.“ Þið sjáið hvað í þessum
orðum felst: ásökun Khomeini var opinber-
lega samþykkt. Þessi gagnýna og dónalega
bók Rushdie ræðst gegn Bretlandi á sama
hátt og hún rœðst gegn hinni íslömsku trú;
það er aðeins refsingin, eða öllu heldur stig
hennar, sem greinir breska ráðherrann frá
íranska erkiklerkinum. Því Sir Geoffrey
Howe hefði örugglega fyllst hryllingi ef
Rushdie hefði verið myrtur. En ef önnur
höndin hefði verið höggvin af honum, helst
sú hægri, sú sem var svo dónaleg að skrifa
gagnrýna bók sem hinni bresku þjóð finnst
vond bók, þá hefðu allir undir niðri dáðst að
þessari fögm réttargjörð.
Þrennum tímum slær saman
Einstakar kringumstæður í sögunni: Rush-
die er upprunninn í múslimaþjóðfélagi sem
að mestum hluta er enn á tímabilinu fyrir
Nútímann. Hann skrifar bók sína í Evrópu,
í Nútímanum, eða nánar til tekið, í lok þessa
tíma.
A sama tíma og íranski erkiklerkurinn
þróaðist frá trúarlegu umburðarlyndi yfir í
„Rushdie framdi ekki guðlast. Hann réðst ekki
gegn Islam. Hann skrifaði skáldsögu."
18
TMM 1992:4