Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 26
Árni Bergmann Vinstrimennskan, sagan og hrun heimskommúnismans Það er engin smásögn sem fram er slegið í fyrirsögn þessarar greinar. Einna líkast því að opna á þrem gröndum, og eiga kannski ekki nema fyrir tveim laufum. Enda skal ég taka það strax fram að ég ætla mér alls ekki þá dul að ég geri svo miklu efni þau skil sem vert væri. En samt skal nú sitt af hverju á blað sett, enda nógur tíminn til að stein- halda kjafti í gröfinni. Tilefni greinarinnar er þetta: þegar það skipulag sem menn kalla flokksræði, sov- étkommúnisma, ríkiskommúnisma eða blátt áfram sósíalisma—allt eftir því hvem menn vilja beija og hverjum hlífa — þegar það hrynur þá lenda vinstrimenn á Vestur- löndum í tilvistarkreppu. Menn skilji þetta rétt: ég á alls ekki við þá fyrst og fremst sem höfðu haldið sem allra lengst í vonina um að hinn sovéski Eyjólfur ætti eftir að hress- ast. Ég á líka við hina, sem kunna að kalla sig sósíalista eða jafnaðarmenn eða heimil- isleysingja til vinstri — menn sem um margt höfðu gagnrýnt „hina sovésku til- raun“ og afsprengi hennar. Menn sem gátu að mörgu leyti verið fegnir því, að það kerfi væri hrunið sem einokaði allt pólitískt og efnahagslegt vald og vildi leggja undir sig sjálft orðið sósíalismi um leið. Þessir menn lentu líka í tilvistarkreppu: Þeir grétu það þurrum tárum að sovétkommúnisminn hryndi — vegna þess að hann hafði komið óorði á sósíalismann, sem var eitt sinn „samnefnari hugsjóna evrópskrar verk- lýðshreyfmgar“ eins og Václav Havel hefur komist að orði. En þeir áttuðu sig ekki á því, að svo rækilega hafði þessi tegund komm- únisma breitt sig yfir allt sem sósíalismi vildi heita, að um stund var eins og allt drægist niður í þann svelg. Meira að segja virðulegir sænskir kratar máttu þola glósur um að þeir hefðu í rauninni verið á hægfara leið inn í Gúlagið. Jafnvel sú blessun snauð- um mönnum, sem velferðarríkið norður- evrópska var og hafði náðst allvíðtæk þverpólitísk samstaða um, var einnig orðið torryggilegt. Þessu ástandi hafa svo fylgt ýmislegar athugasemdir hér heima fyrir um allsherj- arskipbrot sósíalisma og vinstrimennsku. Það er ekki hægt að benda á neina heillega úttekt í því sambandi, en menn hafa verið að skrifa og tala í þá veru að sósíalisminn hafi verið eins og hvert annað kjaftæði, sem spratt ýmist af öfund í garð hinna ríku eða af undarlegri og eiginlega óskiljanlegri þjónustulund við Sovétríkin. Þar með hafi og andóf margra góðra manna gegn Nató- pólitík og herstöðvum, sem gjama var háð 24 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.