Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 32
skuld engan einokunarrétt á því sem gert var til að rétta hlut þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélagsbrekkunni, en þeir áttu þar mikinn og merkilegan hlut að máli — sá sem lætur sér sjást yfir það fer villur vegar og endar í sögufölsun. Það er líka á þessum vettvangi sem alltaf verður nokkur „eftir- spurn eftir róttækni“ ef svo mætti segja. Nú um hríð hefur hægrisveifla í okkar heims- hluta lamað þá jafnaðarstefnu sem velferð- arkerfið skapaði og víða breikkar á ný gjáin milli þeirra sem eiga lönd, fyrirtæki og verðbréf og hinna sem fæst eiga. Svo mjög reyndar, að þegar óeirðir urðu í blökku- mannahverfum Los Angeles fyrr á þessu ári sá jafnvel Morgunblaðið ástæðu til að vara í fréttaskýringum við þeim skorti á velferð- arkerfí, félagslegu öryggisneti, sem veldur miklu um að bandarísk stórborg breytist skyndilega í blóðugan vígvöll — og spyija í leiðinni: er ekki eitthvað í þessum dúr að gerast á íslandi nú? Sjálfstæðið og menningin Og svo eru það sjálfstæðismálin og menn- ingin. íslensk vinstrihreyfing hefur verið mjög þjóðemissinnuð, svo mjög reyndar að ýms- um marxistahópum hefur þótt meira en nóg um. Þessi vinstriþjóðemishyggja var eins og allir vita tengd andófi gegn þeim banda- rísku herstöðvum, sem upp var komið í þrem áföngum hér á landi á ámnum 1946, 1949 og 1951, og náði vissulega langt út fyrir raðir eiginlegra rauðliða — ekki síst til þeirra sem að sér létu kveða í menning- arlífi. Nú upp á síðkastið hefur því verið haldið fram (ekki síst í Morgunblaðinu) að enda- lok kalda stríðsins sýni, að þeir sem í þessu Andófið varð til vegna þess fyrst og fremst að mjög drjúg- ur hluti þjóðarinnar og þá ekki síst menntamanna vildi ekki sœtta sig við fráhvarf frá þeim hugmyndum um sjálfstœtt Island sem vöktu fyrir mönnum þegar landið varð lýðveldi 1944. andófi stóðu hafi haft rangt fyrir sér, vafstur þeirra hafi verið óþarft eða beinlínis skað- legt. Eitthvað væri til í þessari kenningu ef átökin um herstöðvamar hefðu staðið um það hvort risaveldið hefði haft betri málstað í því kalda stríði sem varð til þess að hér risu herstöðvar. Vitanlega bám menn risa- veldin saman, en þeir sem andófi héldu uppi gegn herstöðvapólitík gerðu það ekki vegna þess að þeir tryðu á það að Sovétríkin værru skárra stórveldi en Bandaríkin (þótt allnokkrir héldu það reyndar). Andófið varð til vegna þess fyrst og fremst að mjög drjúgur hluti þjóðarinnar og þá ekki síst menntamanna vildi ekki sætta sig við frá- hvarf frá þeim hugmyndum um sjálfstætt Island sem vöktu fyrir mönnum þegar land- ið varð lýðveldi 1944. Og þetta andóf setti mikinn svip á greinaskrif Halldórs og Þór- bergs, skáldskap Snorra Hjartarsonar, Jó- hannesar úr Kötlum, Ólafs Jóhanns og ótal fleiri, vegna þess að þessir menn allir höfðu raunverulegar áhyggjur af „landi þjóð og tungu“, af afdrifum sjálfstæðis og menn- ingar í þeim djöfulgangi sem kalda stríðið var. Þeir sem ferðinni réðu í stjómmálum og áróðri reyndu frá upphafi að gera hvern 30 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.