Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 34
ingar er á átakaáratugnum fyrsta eftir heimsstyrjöldina mjög upptekið af her- stöðvamálum og friðarmálum. Þar er póli- tík ritsins og koma þar margir við sögu, flestir „menningarvitar". Um leið er Tíma- ritið sá vettvangur þar sem Jóhannes úr Kötlum (Anonymus) er að gera byltingu á sínum skáldskap og hrista af sér þjóðlega „rósfjötra rímsins", þar vaða uppi „atóm- skáld“ eins og Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason og Stefán Hörður Grímsson, þar eru þeir Thor Vilhjálmsson og Geir Krist- jánsson að byrja að koma á prent og fylgir öllum þessum mönnum ekki afdalablær heldur allur gnýr heimslistarinnar eins og nærri getur. Sigfús skrifar sína frægu grein „Til varnar skáldskapnum“ — gegn þeim sem töldu fráhvarf frá þjóðlegri skáldskap- arhefð eða þá kröfum um baráttugildi skáldskapar ganga glæpi næst. Það eru samdar greinar um Éluard og Lorca og Brecht og Eliot og Thomas Mann. Þorvald- ur Skúlason og Kristján Davíðsson útlista fyrir lesendum hvað þeir myndlistarmenn eru að fara sem skelfdu góðborgara með Septembersýningum. Og svo mætti áfram rekja: hópur manna sem í senn voru vinstri- menn og módemistar og andvígir bæði Nató og Stalínisma stofna síðan tímaritið Birting, sem gerir það að einu helsta hlut- verki sínu að greiða götu nýrra strauma úr heimslistum hingað. Hvorki Birtingskyn- slóðin né þeir eldri vom „á móti erlendum áhrifum" — en þeim var vitanlega ekki sama hver þau áhrif voru. Þeir skrifuðu margt gegn því sem seinna var farið að kalla „lágmenningu" og höfðu þá ekki síst ofur- vald Hollywoodkvikmynda á hvíta tjaldinu milli tanna, en það tal var ekki sprottið af einangrunarhyggju heldur af þeim metnaði sem vildi ekki sætta sig við sigurför vél- rænnar afþreyingarframleiðslu. Vinstrimenn íslenskir em hver öðmm ólíkir: sumir eru meiri afreksmenn eða syndaselir en aðrir. En ef við á annað borð leyfum okkur alhæfingar: þá mega þeir heita sekir um lengra eða skemmra daður við „freistingar alræðisins“ eða þá að hafa ekki barist gegn þeim freistingum af nægri hörku. Þeir geta hinsvegar státað sig af drjúgu framlagi til réttindamála alþýðu og velferðar, sem og til menningarlífs og sjálf- stæðisumræðu. Vonandi lifir það lengst sem þeir gerðu einna skást: en það var að halda fram og setja sinn svip á sæmilega siðaða þjóðemishyggju. Þjóðemishyggju af því tagi sem smáþjóð getur illa án verið: hefur metnað til menningar en stundar ekki einangrun, gerirhvorki aðþjástafvanmeta- kennd né fyrirlíta önnur samfélög manna. Og það var ekki síst hlutverk þeirra í lífinu að halda uppi því andófí gegn ríkjandi viðhorfum, sem ekkert þjóðfélag má án vera. Sýna það áræði sem oftar en ekki þurfti til að halda fram óvinsælum viðhorf- um, einhverju því sem síst var þeim til þægðar sem með völdin fóm á landi hér, eins og Steinn Steinarr kvað. Þörfm fyrir jafnaðarviðleitni dettur ekki upp fyrir eins og áðan var sagt. Og enn síður þörfin fyrir „öðmvísi hugsun“, fyrir sæmilega upplýst andóf sem er salt og krydd samfélagsins og forsenda fyrir því að málfrelsi og lýðræði rísi undir nafni, koðni ekki niður í einhverri nýrri og sljórri einstefnu þar sem sérgott fjármagn hefur gerst svo öflugt og útsmog- ið vald í samfélaginu að það þykir stórtíð- indum sæta ef einhver þorir öðm en að flaðra upp um það. 32 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.