Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 43
En sem eg var fram fallinn, kom úr stúkunni að mínu hcegra eyra harðurog sterkurvindur, eins og fram úr gapandi hundi, með viður- styggilegu hljóði við mitt andlit og innan í eyranu með ógurlegri og andstyggilegri skelfingu, eftir því eg vel vissi, að það var hinn argi djöfull. (61) Enn kemur hér dragsúgurinn til sögunnar sem fyrr er getið. Andardráttur djöfsa berst að eyra prestsins innan úr afhýsinu eða „stúkunni“ sem hann nefnir svo. Sé haft í huga að þama var fastur bænastaður síra Jóns, er ólíklegt að hann hafi lengi getað setið hreyftngarlaus á slrkum stað án þess að fá kvef í nös. Grunurinn um að kvefsýking hafi valdið Jóni eymabólgu styrkist við það hvemig aðrar ásóknir hafa komið niður á bijóstholi hans, hálsi, höfði og kverkum samfara máttleysi og almennri vanlíðan senr fylgir svæsinni kvefpest. Þegar „djöfullinn“ leggst yfir hann „í hundslíki“, svo hann getur sig hvergi hreyft, er í raun verið að lýsa máttíeysistilfinningu sem fer saman við verki í hálsi og bijóstholi, en „djöfull- inn“ læsir einmitt klónum í háls fórnar- lambsins. Hálsbólga er samkvæmt handbókinni mjög smitandi og einkenni hennar eru sær- indi í hálsi, sársauki við kyngingu, þreyta og jafnvel uppköst.(ló) Algengur fylgi- kvilli hálsbólgu er kjálkaholubólga en henni fylgir höfuðverkur, en einnig þreyta, deyfð og slæm matarlyst. Kvillinn er oft þrálátur ,Jiiti er lítið sem ekkert hækkaður, 37-38 stíg en hann getur haldist þannig í margar vikur.“ (17). Þess er getið að ásóknimar sem Jón verð- ur fyrir af völdum þeirra Kirkjubólsfeðga eiga sér stað í upphafi aðventu (61), þ.e um mánaðarmótin nóvember og desember þeg- ar veðrabrigði em tíðust. Vert er að minna á, að sýkladrepandi lyf vom ekki komin til sögunnar á dögum síra Jóns Magnússonar og því líklegt að svæsin kvefsýking haft átt greiða leið að fólki í vetrarbyijun, ekki síst í köldum húsum. Kvefpestir em oftar en ekki fylginautar inflúensusýkingar en samkvæmt lækna- handbókinni gengur inflúensan oftast sem farsótt um stór landsvæði. Einkennin eru mun svæsnari en við kvef, meðgöngutími 1-3 dagar og veikjast menn snögglega (18). Þá er þess ennfremur getið að fólk fái háan hita, köldu og verk í vöðva og höfuð, en það em einmitt einkennin sem hijá heimilisfólk síra Jóns. Merkingarheimur og skynjun Þegar betur er að gáð, koma nánast allar líkamlegar lýsingar á djöfullegum hrelling- um Jóns og annarra heim og saman við einkenni inflúensu og kvefpestar, að minnsta kosti framan af. Þetta á við um þá sveitunga Jóns sem hníga í öngvit á milli bæja, (62-63) og sömuleiðis niðurföll Jóns sjálfs. Þegar líða tekur á, verður hinsvegar erfítt að gera greinarmun á andlegu og lík- amlegu ástandi prestsins, enda verður ekki annað séð en hann hafi sjálfur alveg tapað þeim áttum. Af því sem fram hefur komið verður ekki annað séð, en að upphafið að ógæfu þeirra Kirkjubólsfeðga hafí verið skæð kvefpest eða inflúensa sem herjaði áheimili síra Jóns Magnússonar og víðar um sveitina. Sálsýki sveitaprestsins verður þess síðan valdandi að þegar pestinni linnir hefur hin andlega pest náð yfírhöndinni, svo að klerkurinn er heillum horfínn. Þá sálsýki dregur Sigurður Nordal ljómandi vel fram í inngangi sínum að Píslarsögunni og tengir hana við ein- TMM 1992:4 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.