Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 47
mundi nú eftir morgninum sæla þegar hún ætlaði að fara að hlýða Ottó yfir í landafræðinni og komst að því sér til skelfingar að drengurinn steinsvaf í sæti sínu; auðvitað sleppti hún sér gersamlega, en þegar að því kom að taka í lurginn á Ottó sagði hann: „Amma dó í gær og ég svaf ekki dúr í alla nótt.“ Út á þetta fékk Ottó tveggja daga frí í skólanum, og svo mikla samúð, að kennaramir skutu saman í blómvönd handa honum og Larsen skólastjóri krafðist þess að fá að afhenda blómvöndinn sjálfur, en þegar hann komst loks móður og másandi upp á fímmtu hæð í Halvorsensgötu, og barði að dyrum hjá Hansensfjölskyldunni, hver kem- ur þá til dyra nema amma gamla sprelllifandi? Þetta kostaði Ottó skólavistina, en gegn loforðum um bót og betrun og fyrir atbeina kennara síns fékk hann þó inni í skólanum á nýjan leik. En hvað sem öllum endurminningum leið var veislan sannarlega ánægjuleg. Það var notalegt í stofunni, herra Hansen hafði kveikt sér í vindli og konumar sátu í sófanum sælar og rjóðar, og máltækið sem segir að leiðin að hjarta mannsins liggi gegnum magann, átti hvergi betur við en hér. Af afmælistertunni sjálfri er það að segja, að um það bil sem veislunni lauk hafði hún lifað sitt fegursta, og af stöfunum var ekki annað eftir en „Te Lög“. Nú víkur sögunni að Ottó. Þegar hann kom heim úr bakaríinu um kvöldið fór hann beint í ísskápinn, fann þar tertuna og tók hana út til að fá sér bita, og þegar hann kom auga á áletrunina „Te Lög“, fékk hann góða hugmynd, og daginn eftir í kaffihléi í bakaríinu laumaði hann laukbita út í tebolla bakarameistarans með þeim afleiðingum að húsbóndi hans varð á litinn eins og appelsína og þeytti innihaldi bollans yfir borðið í kaffistofunni og bakarasveinn Jensen og bakarasveinn Petersen urðu rennblautir á brjóstinu. Þessi atburður vakti mikla kátínu hjá lærlingunum og afgreiðslu- stúlkunum, og lengi eftir þetta mátti ekkert þeirra minnast svo á te eða lauk, að þau ættu ekki bágt með sig. Af þessari sögu sjáum við, að enda þótt sköpunarverk vor séu á stundum dálítið ófullkomin, geta þau samt sem áður orðið mörgum til mikillar gleði. Teikning: Stefán Sigurkarlsson TMM 1992:4 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.