Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 65
endurmat birtist í tengslum við tvær y firlits-
sýningar, sem haldnar hafa verið á Ítalíu
með stuttu millibili á verkum tveggja
áhrifamestu myndhöggvara nýklassísku
stefnunnar: sýning á verkum Bertels Thor-
valdsens var haldin í Nútímalistasafninu í
Róm veturinn 1989-1990, og á liðnu sumri
var haldin yfirlitssýning á verkum feneyska
myndhögg varans Antonio Canova í Correr-
safninu við Markúsartorgið í Feneyjum. Að
baki þessum sýningum lá umtalsverð rann-
sóknarvinna og þeim fylgdu þykkar og
miklar sýningarskrár, þar sem verk lista-
mannanna, nýklassíska stefnan og sá menn-
ingarjarðvegur sem hún er sprottin úr, voru
tekin til umfjöllunar og endurmats ásamt
þeim umbrotatímum sem fylgdu aldamót-
unum 1800. Inngangurinn að báðum sýn-
ingarskránum er ritaður af ítalska
listfræðingnum Giulio Carlo Argan, og
stýrði hann jafnframt rannsóknarhópnum
er vann að undirbúningi á sýningu Canova.
Sýningar þessar og umræðan í kjölfar
þeirra eru tilefni þessara skrifa. Þá verður
þessi umræða tengd vangaveltum banda-
ríska heimspekingsins Arthurs C. Danto um
eðli listarinnar, listasögunnar og um enda-
lok listarinnar.
Canova-sýningin
Antonio Canova (1757-1822) er talinn
merkasti fulltrúi nýklassísku stefnunnar í
höggmyndalist, en höggmyndir hans í
marmara þóttu hafa til að bera þann „göf-
uga einfaldleika og hljóðláta mikilleik",
sem þýski listfræðingurinn J.J. Winkel-
mann (1717-1768) boðaði samkvæmt
hinni fullkomnu fegurðarímynd klassískrar
grískrar höggmyndalistar. Hugmyndir
Winkelmanns voru angi af upplýsingar-
stefnunni og þeim menningarstraumum er
fylgdu vaxandi borgarastétt í Evrópu. Þær
voru jafnframt andsvar skynseminnar við
flúruðu ofhlæði og tilfinningasemi barokk-
og rókokkólistarinnar er endurspegluðu
dauðateygjur hinna gömlu evrópsku aðals-
stétta. Canova var ættaður frá Feneyjum.
Hann var í upphafi ferils síns undir áhrifum
frá Gianlorenzo Bemini (1598-1680),
meistara barokklistarinnar í Róm, sem hvað
dyggilegast hafði þjónað páfastóli og kaþ-
ólsku gagnsiðbótinni. Canova hreinsaði
hins vegar myndir sínar fljótlega af þeirri
dramatík og því hömlulausa ímyndunarafli
og sefjunargaldri, sem einkennir verk Bem-
inis, og verk hans urðu einfaldari og hreinni
í forminu, þar sem píramídaformið varð
gjaman ríkjandi og viss symmetría gerði
vart við sig í myndbyggingunni. Þessi
hreinsun og leit eftir fullkomnu og endan-
legu formi höggmyndalistarinnar fól jafn-
framt í sér andsvar við kirkjuvaldið í Róm,
og þótt Canova hafi ekki talið sig róttækling
í pólitískum skilningi, þá voru hugmynda-
leg tengsl á milli verka hans og þeirra frels-
ishugmynda sem fylgdu frönsku bylting-
unni.
Ég sá sýningu Canova í Feneyjum í sept-
ember síðastliðnum, og því verður ekki
neitað að það var mikil upplifun. Sem
myndhöggvari hefur Canova meira að gefa
en Thorvaldsen, að minnsta kosti við fyrstu
kynni: sú endanlega fullkomnun sem
marmaramyndir hans nálgast svo mjög í
formi og útfærslu vekur með manni ein-
hvem sælukenndan hroll, því það er eins og
að á bak við hið fullkomna form búi ákveð-
in tvíræðni gagnvart náttúmnni og hinum
ytri veruleika. Um leið og Canova nálgast
hina fullkomnu fegurðarímynd í verkum
sínum gegnum náttúmna verður manni
TMM 1992:4
63