Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 65
endurmat birtist í tengslum við tvær y firlits- sýningar, sem haldnar hafa verið á Ítalíu með stuttu millibili á verkum tveggja áhrifamestu myndhöggvara nýklassísku stefnunnar: sýning á verkum Bertels Thor- valdsens var haldin í Nútímalistasafninu í Róm veturinn 1989-1990, og á liðnu sumri var haldin yfirlitssýning á verkum feneyska myndhögg varans Antonio Canova í Correr- safninu við Markúsartorgið í Feneyjum. Að baki þessum sýningum lá umtalsverð rann- sóknarvinna og þeim fylgdu þykkar og miklar sýningarskrár, þar sem verk lista- mannanna, nýklassíska stefnan og sá menn- ingarjarðvegur sem hún er sprottin úr, voru tekin til umfjöllunar og endurmats ásamt þeim umbrotatímum sem fylgdu aldamót- unum 1800. Inngangurinn að báðum sýn- ingarskránum er ritaður af ítalska listfræðingnum Giulio Carlo Argan, og stýrði hann jafnframt rannsóknarhópnum er vann að undirbúningi á sýningu Canova. Sýningar þessar og umræðan í kjölfar þeirra eru tilefni þessara skrifa. Þá verður þessi umræða tengd vangaveltum banda- ríska heimspekingsins Arthurs C. Danto um eðli listarinnar, listasögunnar og um enda- lok listarinnar. Canova-sýningin Antonio Canova (1757-1822) er talinn merkasti fulltrúi nýklassísku stefnunnar í höggmyndalist, en höggmyndir hans í marmara þóttu hafa til að bera þann „göf- uga einfaldleika og hljóðláta mikilleik", sem þýski listfræðingurinn J.J. Winkel- mann (1717-1768) boðaði samkvæmt hinni fullkomnu fegurðarímynd klassískrar grískrar höggmyndalistar. Hugmyndir Winkelmanns voru angi af upplýsingar- stefnunni og þeim menningarstraumum er fylgdu vaxandi borgarastétt í Evrópu. Þær voru jafnframt andsvar skynseminnar við flúruðu ofhlæði og tilfinningasemi barokk- og rókokkólistarinnar er endurspegluðu dauðateygjur hinna gömlu evrópsku aðals- stétta. Canova var ættaður frá Feneyjum. Hann var í upphafi ferils síns undir áhrifum frá Gianlorenzo Bemini (1598-1680), meistara barokklistarinnar í Róm, sem hvað dyggilegast hafði þjónað páfastóli og kaþ- ólsku gagnsiðbótinni. Canova hreinsaði hins vegar myndir sínar fljótlega af þeirri dramatík og því hömlulausa ímyndunarafli og sefjunargaldri, sem einkennir verk Bem- inis, og verk hans urðu einfaldari og hreinni í forminu, þar sem píramídaformið varð gjaman ríkjandi og viss symmetría gerði vart við sig í myndbyggingunni. Þessi hreinsun og leit eftir fullkomnu og endan- legu formi höggmyndalistarinnar fól jafn- framt í sér andsvar við kirkjuvaldið í Róm, og þótt Canova hafi ekki talið sig róttækling í pólitískum skilningi, þá voru hugmynda- leg tengsl á milli verka hans og þeirra frels- ishugmynda sem fylgdu frönsku bylting- unni. Ég sá sýningu Canova í Feneyjum í sept- ember síðastliðnum, og því verður ekki neitað að það var mikil upplifun. Sem myndhöggvari hefur Canova meira að gefa en Thorvaldsen, að minnsta kosti við fyrstu kynni: sú endanlega fullkomnun sem marmaramyndir hans nálgast svo mjög í formi og útfærslu vekur með manni ein- hvem sælukenndan hroll, því það er eins og að á bak við hið fullkomna form búi ákveð- in tvíræðni gagnvart náttúmnni og hinum ytri veruleika. Um leið og Canova nálgast hina fullkomnu fegurðarímynd í verkum sínum gegnum náttúmna verður manni TMM 1992:4 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.