Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 77
melnum, í nöpru skjóli við trönuskóginn þar sem skreiðin hékk. Siggi og Jonni eru með mér og við erum að reykja sígarettur sem ég hef stolið frá pabba. Pabbi vann á vélaverkstæði uppi á velli. Hann hafði passa, svo að hann kæmist inn um hliðið og gat keypt hræódýr sígarettukarton af Könunum. Hann geymdi kartonin uppi í eldhússkáp, svo að það var lítið mál fyrir mig að nappa einum og einum pakka. Ég er ýmist inni eða úti, á skilorði eða í fangelsi. Síðast braut ég skilorðið þegar ég stal veski af gömlum manni á meðan ég beið eftir plássi á trillu. Svona fer brennivínið með mann. Ég er í einangrun frá öðrum og sé hvorki vindblásinn mel né haf né grjót, bara veggi. Engu að síður er ég staddur í trönuskóginum og það logar í sígarett- unum þegar öskubíllinn frá herstöðinni kemur akandi eftir melnum. Þó að öskubílhnn kæmi reglulega birtist hann ætíð sem hilling í auðninni, ók rakleitt að klettabrúninni og sturtaði ruslinu fyrir þverhnípt bjargið. Þá hafði ég ekki hugmynd um að ruslið frá herstöðinni væri meira en frá öllum sveitafélögunum á nesinu samanlagt og þó að ég hefði vitað það á þeim tíma hefði mér verið skítsama. Það gerði herinn bara meiri og merkilegri að hann skyldi eiga svona flottan öskubíl og sturta svona miklu drasli og ég er viss um að strákamir voru sammála því. Við höfðum að minnsta kosti ekki kippt okkur neitt upp við kakka- lakkafaraldurinn á herstöðinni, en kakkalakkar þrifust hvergi í öllu landinu nema á heiðinni hjá hermönnnunum. Mamma sagði að þeir fylgdu stórþjóðunum, því þó að hermennirnir kæmu inn í þorpið og dönsuðu á böllum og svæfu hjá konum urðu kakkalakkamir ekki eftir í þorpinu heldur fylgdu þeim aftur inn á herstöð og þrátt fyrir að pabbi ynni hjá hemum bar hann ekki kakkalakka inn á heimilið. Nú hugsa ég mun meira um umhverfismál, þó að lítið sé hægt að lappa upp á umhverfi mitt. Fræðsluþættimir í sjónvarpinu skelfa mig margfalt meira en allar gömlu hryllingsmyndimar. Örfoka löndin minna mig á öskubílinn og melinn. Ég sé fyrir mér ruslið, hvemig það rann út úr bílnum og okkur þijá á skyrtunum, þegar við fleygðum frá okkur stubbunum og hlupum að hamrabrúninni til að kíkja niður í fjömna og sjá hverju þeir voru að sturta. Stórgrýtt veröld reis úr sandi og baðaði sig í brimköldu lofti. Hrikaleg- TMM 1992:4 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.